12.3.2010 | 10:34
Undarleg ummæli utanríksráðherra Svía
Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í gær talaði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, um milljarða þá sem Svíar hefðu látið renna til Íslendinga. Fróðlegt væri að fá að vita frá honum beint - eða Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um hvað er verið að tala, en Össur hlustaði á tal starfsbróður síns án þess að gera nokkra athugasemd við, en auk þess að vera starfsbræður eru þeir "flokksbræður" - báðir sósíaldemókratar.
Athugasemdir
Já Tryggvi ég heyrði þetta líka: Hvert fóru þessir peningar,miljarðar króna þetta eru engir smáaurar fyrir venjulegt fólk. Mér fynst þegar utanríkisráðherrar tala um að svona miklir peningar hafi farið á milli þjóða þá eigi ekki að þegja yfir því.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 11:10
Hvenær varð Carl Bildt sósialdemókrati?
Jóhann Zoëga norðfirði.
Jóhann Zoëga (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:50
Ætli það hafi ekki verið í gær, Jóhann, um það leyti sem ég lauk við að skrifa athugasemd mína! Í dag er hann svo auðvitað aftur genginn í þinn flokk.
Tryggvi Gíslason, 12.3.2010 kl. 18:27
Ég spurði sömu spurning og þú,á bloggi Jóns Vals. Fékk svar þar frá Magnúsi að Carl Bildt,meinti lánalínur frá 2007 eða 2008,því miður kom það ekki frá Biltd sjálfum.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2010 kl. 23:37
Já, Tryggvi, það er einmitt spurning hvenær Bildt varð sosíaldemókrat. Að því er ég best veit þá er hann hægri maður enda þótt gamla "konservativa partiet" í Svíþjóð heiti "Moderaterna" núna.
Þá er og athyglisvert að það eru hægri- og miðflokkastjórnirnar sem eru okkur erfiðastar (Hollendingar, Svíar og Finnar), meðan kratarnir eru okkur frekar hliðhollir (Bretar miðað við Hollendinga, og Norðmenn). En þú ert nú miðjumaður (Framsókn) og sérð þetta því auðvitað ekki!
Það er kannski best eftir allt saman að kunna allt um "ekkert"!?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.