13.3.2010 | 12:56
Lán leysa ekki skuldavanda Íslendinga
Í MBL í dag er viðtal við Alex Jurshevski, hagfræðing fæddan í Kanada en sem starfað hefur víða um lönd, og hefur um 20 ára skeið rekið fyrirtækið Recovery Partners sem sérhæfir sig í skuldavanda fullvalda ríkja.
Í viðtalinu bendir Jurshevski á að aukin erlend lán leysi ekki efnahagsvanda Íslendinga. Þjóðin eigi margra annarra kosta völ en taka lán og geti unnið sig út úr vandanum án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslenska ríkið geti axlað ICESAVE skuldbindingar "með réttri skuldastýringu en til þess að það dæmi gangi upp þurfi sennilega að afþakka frekari lánaveitingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum". Allt eins og talað út úr mínum munni!
Þetta viðtal þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á efnahagsmálum og sjálfstæði þjóðarinnar.
Athugasemdir
Mjög athyglisvert og vonandi að ráðamenn hlusti líka á það sem þessi merki maður hefur fram að færa.
Gunnlaugur I., 13.3.2010 kl. 15:55
thanks for your good topic
mbt shoes (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.