Íslensk umræðuhefð

Í þætti Hallgríms Thorsteinssonar "Í vikulokin" í RÚV í dag urðum við enn einu sinni vitni að brotalöm í íslenskri umræðuhefð. Hver talar upp í annan og enginn hlustar á hinn og menn reyna að slá sig til riddara með strákslegum og öfgakenndum athugasemdum. Þessi umræðuhefð er einn meginvandi þess að geta komist að kjarna máls og fá réttar upplýsingar um menn og málefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Heiðar Agnarsson

Mikið sammála.

Löngu orðið tímabært fyrir þetta fólk að átta sig á því að þessi skotgrafarhernaður virkar ekki.

Þegar ég flutti heim í góðærinu 2006 þá fann ég strax hvað fjölmiðlar hér eru máttlausir og vinna nánast enga rannsóknarvinnu. Spurningar til aðila sem voru fyrir svörum ílla undirbúnar og spyrjandi alls ekki nógu vel að sér í málefninu. Fréttaskýringar ENGVAR nema helst í Speglinum í útvarpi RUV. Kastljós jandónýtt því þar er helst etjað saman öndverðum skoðunum sem strax fara í umræddan skotgrafarhernað. Engvar fréttaskýringar nema rétt nýverið varðandi hernað USA/NATO í Írak.

Því miður er þetta ekkert breytt.

Kveðja

Halldór Heiðar Agnarsson

Halldór Heiðar Agnarsson, 10.4.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Konurnar stóðu sig betur. Menntamálaráðherrann best. Hún var tillitsöm við viðmælendur. Valgerður var líka hafin yfir kallana, sem reyndu að kjafta hana í hel. Hún hrósaði þeim á móti. Að jafna sig eftir forstjórastöðu í útrásinni að lokinni blaðamennsku hér heima er greinilega ævistarf. Þokunni léttir seint af göngunni með brauðið dýra.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Ég ætlaði einmitt að blogga um þennan afleita þátt í dag.

Þarna sátu fimm í hljóðstofu Rúv. Sennilega voru þau öll fylgjendur innlimunar Íslands í Evrópubandalagið. Það kæmi þá ekki á óvart um val stjórnanda þáttarins, hins áheyrilega, en klóka Hallgríms Thorsteinsson, sem sjálfur fylgir svo innlimunarhyggjunni, að hann hefur jafnvel spurt leiðandi spurninga í þættinum, spurninga sem taka það sem gefið, að Evrópubandalagið sé góður, jafnvel sjálfsagður kostur.

Þarna var Sveinn Andri Sveinsson, að vísu í Sjálfstæðisflokki, en sennilega valinn vegna þess að hann er eindreginn innlimunarsinni, mælti með þeirri stefnu hér og hefur áður sýnt það í sama þætti. (Af hverju birtast þar alltaf sömu einstaklingar aftur og aftur – t.d. Eiríkur Bergmann Einarsson langoftast – ?)

Þarna var Valgerður Bjarnadóttir, alþm. úr Samfylkingu, rakinn innlimunarsinni, enda voru hún og maður hennar, Kristófer Már Kristinsson, til langframa búsett í Brussel og á launaskrá hjá bandalaginu.

Þarna var líka Gunnar Smári Helgson, athyglisverður fjölmiðlastjóri, fv. ritstjóri Fréttablaðsins, enn einn innlimunarhyggjumaðurinn!

Þarna var loks Katrín Jakobsdóttir, alþm. úr Vinstri grænum, sem situr í ráðherraembætti mennta- og menningarmála. Hún er réttilega grunuð um að vera EB-sinni inn við beinið og væri þá á sömu rykugu hillunni og bræður hennar Ármann og Sverrir.

Því miður eru Evrópubandalags-Trójuhestarnir mættir í vinstri grænu fylkinguna, t.a.m. eru líklegir menn þar Árni Þór Sigurðsson, form. utanríkismálanefndar Alþingis (sem þáði 10 millj. kr. styrk frá Brusselmönnum til dvalar þar úti), og gott ef ekki Björn Valur Gíslason, Icesave-predikarinn mikli, sem gat naumast beðið eftir að fá að skrifa upp á fyrri svikasamninginn.

PS. Þessi fáránlegu ummæli Valgerðar Bjarnadóttur (Benediktssonar) féllu í þessum sömu Vikulokum í dag, 10. apríl:

"Ef það eru (sic) fluttir áróðurspistlar* um Evrópusambandið, þá skal ég alveg taka það að mér."

Aumt er orðið ástandið, þegar svo einhæft og hlutdrægt er valið fólkið til að tala í þætti þessum, en enginn sem getur talað þar til varnar fullveldisrétti þjóðarinnar skv. stjórnarskrá og staðföstum vilja allrar alþýðu.

* Í alvöru notaði hún þetta orð!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 10.4.2010 kl. 22:58

4 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Úpps, Tryggvi minn ágæti, hér urðu mistök; viltu taka þessa litlu aths. út, ég legg svo textann inn með mínu nafni!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 10.4.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði einmitt að blogga um þennan afleita þátt í dag.

Þarna sátu fimm í hljóðstofu Rúv. Sennilega voru þau öll fylgjendur innlimunar Íslands í Evrópubandalagið. Það kæmi þá ekki á óvart um val stjórnanda þáttarins, hins áheyrilega, en klóka Hallgríms Thorsteinsson, sem sjálfur fylgir svo innlimunarhyggjunni, að hann hefur jafnvel spurt leiðandi spurninga í þættinum, spurninga sem taka það sem gefið, að Evrópubandalagið sé góður, jafnvel sjálfsagður kostur.

Þarna var Sveinn Andri Sveinsson, að vísu í Sjálfstæðisflokki, en sennilega valinn vegna þess að hann er eindreginn innlimunarsinni, mælti með þeirri stefnu hér og hefur áður sýnt það í sama þætti. (Af hverju birtast þar alltaf sömu einstaklingar aftur og aftur – t.d. Eiríkur Bergmann Einarsson langoftast – ?)

Þarna var Valgerður Bjarnadóttir, alþm. úr Samfylkingu, rakinn innlimunarsinni, enda voru hún og maður hennar, Kristófer Már Kristinsson, til langframa búsett í Brussel og á launaskrá hjá bandalaginu.

Þarna var líka Gunnar Smári Helgson, athyglisverður fjölmiðlastjóri, fv. ritstjóri Fréttablaðsins, enn einn innlimunarhyggjumaðurinn!

Þarna var loks Katrín Jakobsdóttir, alþm. úr Vinstri grænum, sem situr í ráðherraembætti mennta- og menningarmála. Hún er réttilega grunuð um að vera EB-sinni inn við beinið og væri þá á sömu rykugu hillunni og bræður hennar Ármann og Sverrir.

Því miður eru Evrópubandalags-Trójuhestarnir mættir í vinstri grænu fylkinguna, t.a.m. eru líklegir menn þar Árni Þór Sigurðsson, form. utanríkismálanefndar Alþingis (sem þáði 10 millj. kr. styrk frá Brusselmönnum til dvalar þar úti), og gott ef ekki Björn Valur Gíslason, Icesave-predikarinn mikli, sem gat naumast beðið eftir að fá að skrifa upp á fyrri svikasamninginn.

PS. Þessi fáránlegu ummæli Valgerðar Bjarnadóttur (Benediktssonar) féllu í þessum sömu Vikulokum í dag, 10. apríl:

"Ef það eru (sic) fluttir áróðurspistlar* um Evrópusambandið, þá skal ég alveg taka það að mér."

Aumt er orðið ástandið, þegar svo einhæft og hlutdrægt er valið fólkið til að tala í þætti þessum, en enginn sem getur talað þar til varnar fullveldisrétti þjóðarinnar skv. stjórnarskrá og staðföstum vilja allrar alþýðu.

* Í alvöru notaði hún þetta orð!

Jón Valur Jensson, 10.4.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband