Dugleysi íslenskra fjölmiðla

Enn einu sinni verðum við vitni að dugleysi íslenskra fjölmiðla. Í morgun lagði rannsóknarnefnd Alþingis fram skýrslu sína um bankahrunið 2008. Á hlutlægan hátt er þar gerð ýtarleg grein fyrir aðdraganda og orsökum.

Á blaðamannafundi í Iðnó gerðu fulltrúar í nefndinni grein fyrir meginþáttum skýrslunnar á skýran og skilmerkilegan hátt. Blaðamenn báru fram spurningar, nokkrir til þess að gera starf nefndarinnar tortryggilegt, drepa málinu á dreif og fela sekt velunnara sinna, aðrir spurðu út í loftið og nokkrir til þess að reyna að sakfella menn. Fremst í flokki fór Agnes Bragadóttir. Málefnalegar spurningar komu frá ýmsum, s.s. Þórdísi Arnljótsdóttur og Jóhönnu Hjaltadóttur, en RÚV hefur nú sem áður staðið sig best íslenskra fjölmiðla í fréttamiðlun og fréttaskýringu. 

Hins vegar hefur "gömlu gufunni" - að ég tali ekki um "gulu pressunni", "hagsmunablöðum íhaldsins" og "áróðursfréttamiðum sýndarmennskunnar" gleymst, að glæpurinn, sem framinn var, gerðist í nýju bankakerfi á Íslandi eftir einkavæðingu Davíðs og Halldórs. Í bankakerfinu er að leita hinna seku. 

Sé morð framið í Bankastræti og lögreglan er við Laugaveg 78, er morðið ekki sök lögreglunni. Hins vegar þarf að rannsaka morðið, finna hinn seka og draga fyrir dóm. 

Að sjálfsögðu má ýmislegt betur fara í löggjöf og stjórnsýslu þessa kalda lands og það vantar nýja stjórnarskrá sem alþýða landsins setur til þess að vekja gömul gildi: heiðarleika og sannsögli og tryggja mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Er Agnes rangt feðruð? Öðruvísi mér áður brá.Það sem þú seigir um blaða mennina er alveg hárrétt.

Þórarinn Baldursson, 12.4.2010 kl. 23:33

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Agnes er og hefur verið Bragadóttir.

Nánar af líkingamáli, sbr. morð í Bankastræti: Maður sem fjölgar gluggum í húsi sínu ætlast til þess að hleypa meiri birtu inn. Um leið auðveldar hann innbrotsþjófum inngöngu.

Flosi Kristjánsson, 13.4.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband