Stjórnmálarevía á Íslandi?

Undanfarna daga höfum við Gréta enn einu sinni verið á ferðalagi um "det dejlige Danmark" sem var heimili okkar mörg ár og er eitt ólíkasta land Íslandi á norðurhveli jarðar, blítt, grænt og flatt.  Lengst af vorum við hjá frændum og vinum á Jótlandi, þangað sem ætlunin var að flytja þessa "voðalegu" þjóð eftir Móðuharðindin 1783.  

Hefði hugmynd "danskra Íslendinga" gengið eftir, þyrfti þessi "voðalega" þjóð ekki að horfast í augu við spitsbúba og galgenfugla á borð við Jón Gnarr, sem orðinn er meiri örlagavaldur en ísbjörninn og sorglegra fyrirbæri en Gvendur dúllari.  Vafalaust eiga atvinnustjórnmálamenn og furðuflokkar þeirra sök á þessari revíu sem jafnvel gengur fram af galgenvogel eins og Hallgrími Helgasyni sem þó hefur haft gaman af ýmsum furðufyrirbærum.  Ísland verður land stjórnmálarevíu fram yfir sveitarstjórnakosningar - hvað sem þá tekur við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband