29.5.2010 | 00:33
Skopleikur íslenskra stjórnmála og H. C. Andersen
SORGLEGT er ađ tveir stjórnmálamenn, sem hafa sýnt sig ađ vera einir fárra alvöru stjórnmálamanna síđustu missera, Dagur B og Hanna Birna, skuli ţurfa ađ taka ţátt í stjórnmálarevíu sem Jón gNARR hefur sett á sviđ og RÚV sýnir.
Ţegar ég horfđi á fátćklegan umrćđuţátt RÚV í kvöld, kom mér í hug sígilt ćvintýri H. C. Andersens um nýju fötin keisarans. Jón gNARR er annar svikaranna í ćvintýrinu sem enginn virđist geta flett ofan af. Heimskan og bulliđ í honum náđi hćstum hćđum í kvöld, ţegar hann gat engu svarađ, skildi fátt og vissi ekkert - en barniđ í ćvintýrinu, sem benti á ađ keisarinn vćri ekki í neinum fötum, var ţarna ekki.
Hvers vegna geta traustar sjónvarpskonur eins og Jóhanna Hjaltadóttir og Ţóra Arnórsdóttir, sem ég hef iđulega bundiđ vonir viđ, ekki flett ofan af svikunum? Hvar er barniđ í ţeim? Hvađ ţarf til "at sćtte NARRen paa plads", svo notađ sé móđurmál H. C. Andersens.
Engum vafa er undirorpiđ, ađ ofstopi og heimska íslenskra stjórnmála undanfarna tvo áratugi, sem Davíđ Oddsson lagđi grunninn ađ og Jón Baldvin og Halldór Ásgrímsson tóku ţátt í og Styrmir Gunnarsson hefur viđurkennt á prenti, er meginástćđa fyrir skopleik ţeim í stjórnmálum sem leikinn er á Íslandi. Vonbrigđi kjósenda eru botnlaus og áhyggjur almennings endalausar. Skrípisframbođ NARRa leysa engan vanda. En hvađ skal til varnar verđa vorum sóma ţegar pressan, rödd og samviska ţjóđar bregst og er jafn blind og getulaus og getulausir stjórnmálamenn?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.