3.6.2010 | 12:25
Stríðsleikur yfir Íslandi
Í sólskininu í morgun heyrði ég urrið í þýsku stríðsþotunum sem geysast yfir höfuðborgina. Enn einu sinni vaknaði sú spurning hvers vegna þessar stríðsþotur eru hér.
Við gamlir friðarsinnar fyrirlítum þennan stríðsleik sem gerir góða drengi - og jafnvel góðar stúlkur að hrottafengnum skepnum. Þýsku þoturnar eru hér ekki til að verja okkur. Heimskir ofbeldismenn eru of langt í burtu til þess.
Til þess að verjast ofbeldismönnum heimsins á aðeins að vera einn her undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Alla aðra heri á að leggja niður og nota milljarðana, sem við það sparast, til þess að bæta heilsu og afkomu þeirra sem minna mega sín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.