Samræðutækni RÚV

Enn einu sinni þurfa sjónvarpsáhorfendur að horfa upp á yfirgang Sigmars Guðmundssonar í ríkissjónvarpinu þegar hann valtaði yfir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með frekju og yfirgangi í Kastljósi í gærkvöldi.

Þessa hegðan telur útvarpsstjóri til fyrirmyndar og "mætti nota frammistöðu Sigmars til kennslu í því hvernig ganga eigi að stjórnmálamönnum í sjónvarpsviðtölum - af kurteisi og harðfylgni," eins hann segir í tölvubréfi til mín.

Að mínum dómi hefur ókurteisi og yfirgangur Sigmars Guðmundssonar iðulega komið í veg fyrir að nauðsynlegar upplýsingar fengjust í viðtölum. Auk þess gerir hann sér mannamun því að hann á það til að vera mjúkmáll og blíður og liggja hundflatur fyrir viðmælendum sínum eins og í drottningarviðtalinu við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í nóvember 2008. Hins vegar eiga allir að vera jafnir fyrir Ríkisútvarpinu.

Sigmar Guðmundsson og útvarpsstjóri eiga enn margt ólært og ættu að horfa á sjónvarpsviðtöl í ríkissjónvarpi Dana, Norðmanna eða Svía, BBC eða Channel 4. Þar er fólk sem kann til verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband