14.6.2010 | 22:59
Virðing Alþingis - framtíð þjóðarinnar
Eldhúsdagsumræður í kvöld juku lítið virðingu Alþingis. Formaður Sjálfstæðisflokksins gerði virðingu Alþingis að meginumræðuefni sínu, en flutti gamalþekkt nudd og ássakanir í garð annarra. Verst var tal hans um stjórnlagaþing þjóðarinnar. Það væri Alþingi sem ætti að setja þjóðinni stjórnarskrá. Vi alene vide, sagði einn síðasti einvaldskonungur Evrópu. Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að vita að tími einvaldskonunga er liðinn.
Formaður Framsóknarflokksins kom enn einu sinni fram fyrir þjóðina með neikvæða afstöðu og skipulagslaust nudd og ásakanir í garð annarra. Hjá formanni Framsóknarflokksins örlaði hvergi á bjartsýni eða jákvæðri framtíðarsýn. Framsókn flokksins er að engu orðin!
Eins og oft áður talaði formaður VG af mestu viti. Sem fjármálaráðherra og hinn sterki maður ríkisstjórnarinnar tók hann við spillingarhruni sem heimskir gróðapungar áttu sök á. Formaðurinn hefur sem fjármálaráðherra axlað þunga byrði sviksemi og þjófnaðar frjálshyggju, en í umræðunni í kvöld og reyndi hann einn fárra að telja kjark í fólk og bregða upp jákvæðri framtíðarsýn.
Nei, virðing Alþingis jókst ekki í kvöld. Hvað má þá til varnar verða vorum sóma?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.