8.8.2010 | 14:38
Hommar, lesbíur - og jafnrétti á öllum sviðum
Hommar og lesbíur á Íslandi telja réttindi sín hafi verið fyrir borð borin. Því er ekki hægt að neita. Hommar og lesbíur á Íslandi segja litið hafi verið niður á samkynhneigt fólk. Því er ekki hægt að neita. Hommar og lesbíur á Íslandi hafa hins vegar heilan áratug farið kröfugöngur til þess að berjast fyrir réttindum sínum, mannréttindum sínum, eins og sagt er, og barátta þeirra hefur borið árangur þótt enn eigi þau langt í land, að eign sögn.
Öllum má ljóst vera að árangur af baráttu homma og lesbía hefur borið ótrúlegan árangur. Ber að óska þeim til hamingju með árangurinn. Sjálfsagt er að krefjast réttar síns, krefjast þess að aðrir sýni okkur virðingu, ekki síst þegar um er að ræða friðsamlega, fallega og litskrúðuga kröfugöngu með dansi og söng, enda margar listakonur og margir listamenn í hópi homma og lesbía.
En það er litið niður á fleira fólk en homma og lesbíur. Það er fleira fólk sem vill tryggja réttindi sín og óskar eftir að því sé sýnd virðing og skilningur. Í þessum hópi er gamalt fólk, fatlað fólk, þroskaheftir og ekki síst fólk með geðrænar truflanir, jafnvel svo miklar ranghugmyndir að það getur naumast sýnt sig út á meðal hinna sem talin eru heilbrigð, en öll erum við að vísu fötluð hvert á okkar hátt.
Er ekki kominn tími til að hæfileikaríkir hommar og lesbíur sameinist okkur hinum öllum sem eru að leita eftir skilningi og jafnrétti á öllum sviðum og alls staðar? Er ekki ástæða til að gleðigangan á næsta ári verði ganga til þess að krefjast jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum og alls staðar? Mannréttindi og jafnrétti á öllum sviðum er krafa samtímans. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum, allir eiga að fá á að lifa í samræmi við óskir sínar og þarfir, ef það brýtur ekki gegn frelsi annarra. Þetta er krafa samtímans.
Sennilega er engum betur treystandi en hommum og lesbíum til að berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og alls staðar. Hommum og lesbíum hefur tekist að komast út úr myrkrinu út í hundrað þúsund liti í fjölbreyttu samfélagi jafningja á öllum sviðum.
Athugasemdir
Ég get ekki betur séð að hommar og lesbíur séu að þá allri þjóðinni á sitt band. Börn dagsins í dag telja eðlilegt að vera hommi eða lesbía þökk sé hommum og lesbíum. Það er litið á Ísland sem land Hommanna. Hér eru ráðherrar og borgarstjórar sem ganga í fararbroddi.
Valdimar Samúelsson, 8.8.2010 kl. 17:39
Æ, Tryggvi minn, jafnvel svo ágætur maður sem þú ...
Eiga þá systkini rétt á að giftast "í samræmi við óskir sínar og þarfir, ef það brýtur ekki gegn frelsi annarra"? Er það "krafa samtímans"? Og er fjölkvæni og fjölveri ennfremur næst á dagskrá – sem og þríhyrninga-hjónabönd fyrir tvíkynhneigða? Myndi það ekki leiða af þessu súbjektifa princípi þínu: "í samræmi við óskir sínar og þarfir"? Viltu t.d. fjölkvæni múslima hér á landi?
Þetta eru alvöru-spurningar, sem gott væri að fá alvarleg svör við, í réttum rökræðu-anda, en ekki upphrópanir sem við hæfi sé að svara með upphrópunum og aðkasti.
Með virðingu og góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 9.8.2010 kl. 10:51
Ég tek undir það sem valur segir en ég hafði ekki hugsað svo langt. Þetta frelsi í kynferðismálum er vandmeðfarið og auðvita gætu og munu aðrir baráttuhópar flykkjast með sínar skoðanir og hrópa á réttlæti í þeirra huga. Nei ég er alfarið á móti réttlæti á þessum sviðum. Ég er á móti öfuguggahætti í öllu formi. Að elska náungan er ekkert óeðlilegt en lengra á það ekki að ná.
Valdimar Samúelsson, 9.8.2010 kl. 12:19
PS. Það getur ekki verið sómi neins að breiða þessa Hommlessu trú yfir alla okkar þjóð og viðkvæm börn sem halda að þetta sé eina leiðinn til að njóta lífsins.
Ég spyr ykkur hvað er skoðun ykkar sem hér er verið að ræða um. Er þetta rétt.
Valdimar Samúelsson, 9.8.2010 kl. 12:24
PS Þetta sem Jón Valur segir er einhvað sem við öll ættum að hugsa um. Það getur ekki verið bjargföst trú þessara sértrúarflokks að breiða þessa stefnu yfir alla þjóð og þar á meðal viðkvæmra barna. Það væri gaman að heyr álit viðkomandi aðlia.
Valdimar Samúelsson, 9.8.2010 kl. 12:32
Eg er sammála ykkur Jón Valur og Valdimar, en hins vegar ættu Lífeyrisþegar að gera eyttkvað róttækt í sýnum málum fara í kröfugaungu og taka út peningana sýna úr baunkunum þangað til að málin verða löguð, er félag eldri borgara ekki að gera neitt, er þetta alveg steindautt félag?
Eyjólfur G Svavarsson, 9.8.2010 kl. 15:20
Ég vil taka undir ágæta grein Tryggva. Jafnrétti felur í sér að fólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, búsetu, kynþáttar eða efnahags svo fátt eitt sé nefnt.
Fordómar gegn hommum og lessum og fötluðum einnig hafa verið miklir hér á landi. Mikill árangur hefur náðst.
Samkynhneigt fólk var kallað kynvillingar fyrir mörgum árum. Ég sé að sá hugsunarháttur er ekki liðinn undir lok.
Útúrsnúningar um að næst verði tvíkvæni leyft og svo framvegis eru út í hött.
Á Íslandi er trúfrelsi, en það þarf ekki að þýða að þeir sem eru annarrar trúar þurfi ekki að taka tillits til þeirra reglna og siða sem í landi voru eru.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.8.2010 kl. 17:58
Þegar búið er til súbjektíft princíp um það, sem gilda eigi sem meginregla um löggjöf, þá er orðin harla lítil fyrirstaða gegn óskum þeirra, sem vilja lifa í fjölkvæni eða fjölveri, "í samræmi við óskir sínar og þarfir, enda brjóti það ekki gegn frelsi annarra"!
Jón Valur Jensson, 24.8.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.