Virðing Alþingis

Ekki hefur virðing Alþingis aukist við síðasta málatilbúning sinn, málshöfðun gegn ráðherrum samkvæmt lögum um landsdóm. Hafi ráðherrar eða alþingismenn gerst sekir við landslög, á að sækja þá til saka fyrir sama dómi og aðra landsmenn. Landsdómur er ekki aðeins úreltur heldur felst í honum mismunun sem er ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi.

Meðan alþingismenn mala í þingsölum logar Ísland af réttlátri reiði almennings sem hefur verið “móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður 
af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega”. Þessa kumpána á að sækja til saka.

Þessi orð eru skrifuð áður en atkvæðagreiðsla um tillögu þingmanna nefndarinnar hefur farið fram. Ef tillagan verður felld, standa menn í sömu sporum og í upphafi – en í upphafi skal endinn skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband