9.10.2010 | 00:58
Hismið og kjarninn
Í dag var ég í þriðju jarðarförinni á einni viku. Jarðarfarir snerta mig orðið á annan hátt en áður. Það er aldurinn. Þær opna augu mín fyrir hverfulleika lífsins og vekja til umhugsunar um hismið og kjarnann, og sýna mér, hversu lítið ég hef þekkt samferðarmenn mína.
Séra Auður Eir flutti áhrifamikil minningarorð. Yfirlætislaus en örugg þjónusta hennar tók fram flestu sem ég hef séð. Í orðum séra Auðar Eirar um mikilhæfa samferðarkonu, sem þarna var kvödd, kom fram, hversu margt gott er gert og sagt sem aldrei er talað um.
Gamalt kínverskt orðtak segir, að fegurðin búi í augum þess sem horfir, og austur á Indlandi hefur verið brýnt fyrir fólki í fimm þúsund ár, að sjá ekkert ljótt, segja ekkert ljótt og hlusta ekki á neitt sem ljótt er. Um þetta ætla ég að hugsa í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.