11.10.2010 | 11:41
Stóryrði
Enn verðum við að hlusta á útúrsnúninga stjórnmálamanna og annarra málsmetandi manna sem ættu að geta lagt gott til málanna í erfiðleikum sem þjóðin glímir við.
Mörður Árnason alþingismaður notaði í Silfri Egils í gær enn sama orðbragðið og hann hefur notað síðan þeir Hannes Hólmsteinn stóðu í opinberum hanaslag fyrir hálfum öðrum áratug - sem skilaði heldur litlu, og í morgun kallar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hugmyndir annarra manna "galnar".
Mikilsvert væri að málsmetandi menn hættu að nota sjóbúðartal, ef þeir vilja að tekið sé mark á þeim - og ef þeir vilja leggja gott til. Stóryrði og sleggjudómar leysa engan vanda.
Athugasemdir
Mikið yrði ástandið nú betra ef menn tækju upp á því að haga orðum sínum og athöfnum eins og þeir ættu von á morgundegi. Því miður eru mannasiðir og kurteisi allt of lítils metin og "umræðuhefð" sú sem orðið hefur til undanfarin tvö til þrjú ár, er að mínu mati á "rennusteins-stiginu"!!
Flosi Kristjánsson, 11.10.2010 kl. 23:02
Orð í tíma töluð. Þegar stjórnmálamenn gala hátt upp á hólum að andstæðingar þeirra séu galnir þá er lítil von um sátt og samstöðu. En þjóðin kallar einmitt eftir sátt og samstöðu til að leiða hana út úr brimgarðinum.
Svo skora ég á þig Tryggvi skólameistari að bjóða þig fram til stjórnlagaþings!
Jón Baldur Lorange, 12.10.2010 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.