13.10.2010 | 12:17
Stjórnlagaþing - nýi sáttmáli
Kosningar til fyrsta stjórnlagaþings á Íslandi verða í næsta mánuði. Stjórnlagaþing eru fágæt annars staðar, nánast einsdæmi. Þingið er því stóratburður í sögu lýðveldisins. Mikilsvert er því að vel takist til og áhugasamt fólk bjóði sig fram, kosningaþátttaka verði mikil og þingið fái frið til að starfa.
Heyrst hefur að þetta sé ekki rétti tíminn til þess að halda stjórnlagaþing. Þjóðin sé í sárum og önnur viðfangsefni meira aðkallandi. Satt er það: önnur eins ósköp og hrunið hafa ekki dunið yfir þjóðina á lýðveldistímanum og vandasamt verður að finna réttar leiðir út úr ógöngunum, en þær finnast!
En þessir erfiðu tímar eru einmitt rétti tíminn til þess að þjóðin, almenningur, fái að láta í sér heyra á þennan hátt, fái að láta til sín taka við setningu grundvallarlaga fyrir lýðveldið Ísland. Lýðveldi er stórt orð og merkir stjórnarfyrirkomulag þar sem almenningur, lýðurinn, hefur æðsta valdið.
Ákvæði um að almenningur hafi æðsta valdið skal vera einn af hyrningarsteinum nýrrar stjórnarskrár ásamt jafnrétti, réttaröryggi, skýrri þrískiptingu valds og virðingu fyrir hverjum einstaklingi og öllu sem lifir. Ný stjórnarskrá nú getur orðið sáttmáli fyrir íslenska þjóð - ef vel tekst til.
Athugasemdir
Allt er þetta satt og rétt. Og svo er bara að fylgja orðunum eftir - með framboði!
Jón Baldur Lorange, 13.10.2010 kl. 16:41
Þakka þér traustið, Jón Baldur. Er að hugsa málið.
Tryggvi Gíslason, 13.10.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.