Framboð til stjórnlagaþings

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþings. Ástæðan er sú, að ég vil leggja mitt af mörkum til að móta nýja stjórnarskrá sem tryggi lýðræðisleg mannréttindi, félagslegt öryggi, jafnrétti á öllum sviðum og frelsi til orða og athafna.

Ný stjórnarskrá skal treysta undirstöður lýðræðis, sem er mannvirðing og umburðarlyndi, og tryggja skýra þrískiptingu valds, eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, landsréttindi og umhverfisrétt sem móta samskipti fólks við umhverfi sitt.

Ný stjórnarskrá skal reist á traustri siðvitund og stuðla að virðingu fyrir sögu Íslands og hefðum íslenskrar tungu, rituð á vönduðu máli og vera stuttorð og gagnorð svo allir skilji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég mun hvergi spara mig við að styðja þig í því verkefni.

Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Þakka þér fyrir, Árni. Gott er að eiga góða að.

Tryggvi Gíslason, 15.10.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ekki mun sparnaður minn verða minni en hjá Árna.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 19:24

4 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Ég endurtek: gott að eiga góða að, Benedikt!

Tryggvi Gíslason, 15.10.2010 kl. 19:32

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það mun auka líkur á farsælli niðurstöðu stjórnlagaþings að hafa þig þar sem fulltrúa. Gangi þér vel. 

Jón Baldur Lorange, 19.10.2010 kl. 20:04

6 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Nú þyrstir mig að vita hvað þú átt við með þjóðareign á auðlindum; auðplindir eru mjög margs konar. Hvaða auðlindir eru þeir að tala um sem vilja gera slíka breytingu?

Tiltekinn skilningur á þessu atriði gæti þýtt afnám eignarréttar á einhverjum sviðum þjóðlífsins. Þið sem flaggið þessu þurfið að segja skýrt hvað þið eruð að tala um, án undanbragða.

Þorgeir Ragnarsson, 20.10.2010 kl. 09:58

7 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Þakka þér fyrir að spyrja, Þorgeir Ragnarsson. Ég skal ég reyna að svara þér skýrt og skorinort.

Þegar ég tala um "eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum" á ég við allar auðlindir lands og sjávar - mér liggur við að segja einnig lofts og lagar, bæði þær náttúruauðlindir sem nú eru kunnar og hinar sem eiga eftir að koma í ljós. Arður af þessum auðlindum á að renna óskiptur í ríkissjóð, sjóð allra landsmanna, og úr honum get aðeins Alþingi veitt, þ.e.a.s. kjörnir fulltrúar þjóðarinnar.

Helst vildi ég ekki slá neinn varnagla til þess að flækja ekki málið. En ef einstaklingur á sögulegan og lögvarinn rétt á náttúruauðlind og eignarhald hans skaðar ekki almannaheill, verður að virða þann eignarrétt eins og annan persónulegan lögvarin eignarrétt.

Tryggvi Gíslason, 20.10.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband