Skuldavandi heimilanna - réttlæti fyrir alla

Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið,þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin, fjölskyldurnar í landinu,eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess.

Allir verða að leggja sitt af mörkum: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtökatvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmannsskuldara og talsmanns neytenda.

Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um20% er talinn nema ríflega tvöhundruð milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hverniggreiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason efnahags- ogviðskiptaráðherra spurt og sagst sammála niðurfærslu ef unnt er að benda á hvarfinna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn.

Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinnskal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna - með hagnaðilífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 - og með greiðslumúr ríkissjóði. Rökin eru þessi:

Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna áþriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Það eiga þeir ekki að fá aðgera, heldur gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna.

Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50milljörðum króna við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni þeir sligastundan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er áþað minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalanvar ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan, sem fylgdi í kjölfarið, færði þeimstórfelldan hagnað - meðan heimilin voru látin blæða. Má ætla að framlaglífeyrissjóðanna til lækkunar skulda heimilanna sé innan við fjórðungur af þeimhagnaði.

Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjúprósent af heildareignum lífeyrissjóða landsmanna en eignirnar nema hátt áannað þúsund milljörðum – hátt á annað þúsund milljörðum.

Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sjóðurinn allralandsmanna, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engarathugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild meðneyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtakabankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum.Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinumsem áttu tugi - eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður geturskattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargarheimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði.

Að lokum þetta: Réttlæti er fyrir alla - ekkiaðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þú segir það sem segja þarf Tryggvi. Réttsýnn og segir sannleikann hérna eins og ég hef alltaf skynjað hann.

Megi þér vel vegna í baráttu fyrir góðum málum!

Kristján H Theódórsson, 19.10.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband