24.10.2010 | 11:35
Mikilvægi Ríkisútvarpsins 80 ára
Ríkisútvarpið er 80 ára á þessu ári og er mikilvægasta stofnun í eigu íslenska ríkisins.
Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og arfleifð og halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana og gætt fyllstu óhlutdrægni.
Ríkisútvarpið skal veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur mismunandi skoðana á málum sem efst eru á baugi og varða almenning, flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri og sérstaklega fjölbreytt efni við hæfi barna.
Ríkisútvarpið skal flytja efni á sviði lista, bókmennta, vísinda og sagnfræði og veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta Ísland eða Íslendinga sérstaklega og miða við fjölbreytni þjóðlífsins og lögð áhersla á að tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli.
Þetta er afar mikilsvert hlutverk og Ríkisútvarpið hefur gegnt því hlutverki vel í 80 ár, enda ber meginhluti þjóðarinnar traust til þess. Á þessum síðustu og verstu tímum skiptir enn meira máli að Ríkisútvarpið gegni áfram vel þessu mikilsverða hlutverki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.