29.10.2010 | 11:15
Virðing fyrir sérhverjum manni er ófrávíkjanleg og algild
Eins og áður hefur komið fram, hef ég gerst svo djarfur að bjóða mig fram til stjórnlagaþings til þess að leggja mitt af mörkum við að móta nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.
Stjórnarskrá skal tryggja öllum lýðræðisleg mannréttindi, félagslegt öryggi, jafnrétti á öllum sviðum og frelsi til orða og athafna, treysta undirstöður nútímalýðræðis, sem er mannvirðing og umburðarlyndi, tryggja réttlátt samfélag, skýra þrískiptingu valds, eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum, landsréttindi og umhverfisrétt sem móti samskipti fólks við umhverfi sitt.
Stjórnarskráin skal reist á skýlausri virðingu fyrir öllum einstaklingum, traustri siðvitund og stuðla að virðingu fyrir sögu Íslands og hefðum íslenskrar tungu.
Stjórnarskrá skal vera á vönduðu máli og gagnorð svo að allir skilji.Stjórnskráin á aðeins að geyma grundvallarlög lýðveldisins. Stjórnskráin á að vera stuttorð, gagnorð og auðskilin og tryggja lýðræðisleg mannréttindi, félagslegt öryggi, jafnrétti á öllum sviðum og frelsi til orða og athafna.
Fyrsti kafli stjórnarskrárinnar á að fjalla um mannréttindi og fyrsta setningin að vera: Virðing fyrir sérhverjum manni er ófrávíkjanleg og algild, sbr. upphafsorð þýsku stjórnarskrárinnar: Die Würde des Menschen ist unantastbar.
Athugasemdir
Sæll nafni.
Þú færð minn stuðning.
Tryggvi Þórarinsson, 29.10.2010 kl. 13:59
Þakka þér fyrir, nafni. Gott er að eiga góða að.
Tryggvi Gíslason, 29.10.2010 kl. 14:02
Hvað eru "lýðræðisleg mannréttindi?" Er það eitthvað til aðgreiningar frá annarskonar mannréttinum? Eru margar gerðir?
Fyrt þú talar um algildi hér, er þá ekki rétt að líta á hugtakið mannréttindi, sem algilt og óskorið?
Virðing er annars ekki algilt. Ekki frekar en umburðarlyndi. Þú gætir sagt þér þð sjálfur ef þú veltir því fyrir þér örskotstund. Mér dettur tvö nöfn í hug til hjálpar: Adolf Hitler og Sr. Ólafur Skúlaon t.d.
Flet á sér takmörk. Ég kil amt að þú kulir vera að reyna að setja saman eitthvað hljómfagurt um þarfa hluti. Það verður samt að vera einhver þanki samfara slíkum þönkum. Annars hljómar þú bara eins og einhver pokaprestur á autopilot, sem egir helling án þess að segja neitt. Margir segja meira en þeir með því að egja ekkert.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2010 kl. 18:12
Afakaðu s-skortinn. Kreppan, Jóka og Steini eru líklegast ábyrg fyrir honum.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2010 kl. 18:15
Þetta eru gildar athugasemdir og góðar ábendingar, Jón Ragnar. En til þess að reyna að svara þér, þá nota ég orðin "lýðræðisleg mannréttindi" um mannréttindi sem skilgreind eru með tilliti til lýðræðislegrar hefðar - og þó einkum til lýðræðislegrar hugsunar - en lýðræði er að mínum dómi hugsun, hugarfar og afstaða, eins og ég hef skrifað um í tvo áratugi. Lýðræði er sem sagt ekki aðeins form, eins og margir atvinnustjórnmálamenn halda. Auk þess notaði ég lýsingarorðið "lýðræðislegur" til þess að herða á merkingu orðsins "mannréttindi", en mannréttindi eru að mínun dómi grundvöllur að lýðræðislegu samfélagi - eða með öðrum orðum: Lýðræðislegt samfélag er grundvallað á "algildum" mannréttindum, þ.e. mannréttindum sem ná til allra og til allra mannlegra samskipta.
Hugsanlegt er að tala um "altæk og óskoruð mannréttindi", eins og þú leggur til. Hins vegar er setningin: "Virðing fyrir sérhverjum manni er ófrávíkjanleg og algild", fátækleg tilraun mín til þess að þýða fyrstu málsgrein þýsku stjórnarskrárinnar frá 1949: "Die Würde des Menschen ist unantastbar", sem mér finnst stórkostleg setning, enda hafði þýska þjóðin gengið í gegnum miklu meiri þrengingar - hörmungar - undir stjórn nasista en íslenska þjóðin undir "nýfrjálshyggjunni".
En eitt skal ég segja þér í trúnaði en fullri alvöru, Jón Steinar: Í mínum huga er mannvirðing algild og á að vera altæk, þ.e. ná til allra manna, karla og kvenna, ungra og gamalla, hvítra og svartra, lærðra og leikra. Afstaða ógæfumannanna tveggja, sem þú nefnir, á ekkert skylt við þá mannvirðingu sem ég berst fyrir. Afstaða þeirra bar ekki vitni um mannvirðingu.
Að lokum þetta: Hugmyndir, sem við - fávísir menn - kynnum fyrir öðrum mönnum eiga helst að vera "hljómfögur orð", eins og ljóð, sem er fullkomnasta form mannlegrar hugsunar, en að sjálfsögðu mega þetta ekki vera innantóm orð.
Tryggvi Gíslason, 29.10.2010 kl. 19:46
Ég er ekki að tala um afstöu þessara ógæfumann til samferðamanna. Ég er að tala um afstöðu okkar til þeirra. Á hún að mótast af virðingu? Hvernig nær samfélag aga og jafnvægi, sem tekur hugtök eins og virðingu og umburðarlyndi út yfir allt? Er það ekki upplausn og anarkí?
Ég tek svosem skýringar þínar gildar. Menn hafa misjafnar leiðir til að nálgast hugsanir og hugmyndir. Mér finnst þú engu að síður flækja þetta út í hið óræða og ætla ekki að þetta sé nægilega aðgengilegt og skiljanlegt hjá þér fyrir okkur sauðsvartan pöbulinn. Nóg er um úppskrúfaðar merkingaleysur og innihaldslausan spuna í stjórnsýslu og hjá trúarelítunni. Þessi athugasemd mín var bara að kalla á skýrari og einfaldari framsetningu. Þessi "fallega" tilvitnun í þýsku stjórnarskránna, er t.d. algerlega óræð og vanhugsuð og gerir setninguna ekkert betri þótt hún væri í meitluð í stein á himnum.
Menn hafa verið að reyna að útþynna hugtakið Lýðræði líka. Samfylkingin fann t.d. upp orðskrípið fulltrúalýðræði, til aðgreiningar sennilega frá annarskonar lýðræði. Við það er orðið náttúrlega ekki orðið algilt heldur bragðtegund í stjórnmálaheiminum. Sennilega hafa þeir í Kreml getað munstrað sig undir eitthvað sem kallast fulltrúalýðræði. Spuninn lætur ekki að sér hæða og allir hugsandi menn eru búnir að fá nóg af honum og merkingalausu þvaðri stjórnmálamanna um hugmyndafræði, sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á.
Þssi hugtök öll eru að ýmsu leyti afstæð og misnotuð. Ég myndi í þínum sporum hvetja til þess að menn ræddu aðkallandi og áþreyfanlega hluti, sem skeða lýðræði og mannréttindi í stað þess að fleipra með nafngiftirnar á hugmyndafræðinni. Það er alger merkingaleysa. Alveg eins og að fleipra um náungakærleik án þess að nefna hvað í honum felst og við hvað hann takmarkast.
Fólk skilur það. Ekki hitt. Því get ég lofað þér. Annað er löngu orðið merkingarlaust lýðskrum sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Við þurfum ekki fleiri svoleiðis frasabolta í stjórnsýslu landsins.
Það er í raun inntak mitt.
Með fullri virðingu annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 00:52
Þegar ég tek dæmi um kærleik og takmarkanir, þá á ég meðall annars við að þú getur tæpast lögleitt hann eða skipað fólki að sýna hann. Eina leiðin til að efla hann er að ganga á undan í góðu fordæmi.
Hitt var reynt í 1500 ár af myrkustu tímum mannkyns. Sama gildir um mannréttindi.
Lýðræði er afstætt af því að alltaf er stór hluti sem þarf að lúta vilja meirihlutans og lítur á það sem mannréttindabrot. Umræðan um trúboð í skólum er eitt dæmið um stjórnarskrár og mannréttindabrot í skjóli þjóðkjörinna fulltrúa. Samkrull ríkis og kirkju einnig, sem 80% vilja rifta. Í þetta apparat er ausið þrefaldri þeirri fjárhæð á við þá sem fer í rekstur landhelgisgæslu og menn eru í alvöru að ræða það að loka þeirri öryggisþjónustu að miklu leyti á meðan ekki má hrófla við hinni heilögu kú. Liggaliggalái og þuykistuleik trénaðs aðals, sem þykist hafa patnet á kærleik og siðferði.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 01:01
Íslensk stjórnmálaumræða verður að fara að snúast frá umbúðunm til innihaldsins, annars er engra breytina að vænta til hins betra. Stjórnmálamenn verða t.d. að fara að hugsa um fólk af holdi og blóði í stað þjóðar. Bara sem dæmi. Verk í stað endalausra upptalningu um hvað þurfi að gera. Áþreifanleg iðbrögð í stað réttlætinga og afsakana fyrir aðgerðarleysi. Hlutekningu í stað sjálfhverfu. Heildarhagsmuni í stað nepotisma, sem gersýkir allt okkar samfélag.
Fólk er á götunni. Það sveltur. Þarf það að deyja eða fremja voðaverk til að vekja þetta sjálfmiðaða hyski, sem lýræðið gaf okkur. Fólk sem sveik allt sem þau gáfu sem forsendu fyrir vali sínu. Fólk sem var valið til þess eins og standa vörð um almenna velferð og afkomu og hefur lagst með kúgurunum til þess eins að halda völdum en ekkert gert af því sem tryggði þeim sætin.
Lýðræðið er sannarlega gallað. Hvernig er hægt að skikka þessa fulltrúa okkar til að standa við forsendur kjörsins. Loforðin? Ef það væri gert og viðulög höfð við svikum, þá myndu menn kannski lofa færru en gera þess meira. Hér er lýðræði vísvitandi skrumskælt. Það endar við þröskuldinn á alþingi. Þar innan dyra er það merkingaleysa.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.