12.11.2010 | 13:36
Stjórnlagaþing fólksins - lýðræði og jafnrétti
Gagnlegt var að hlusta á yfirvegaða umræðu dr Eiríks Bergmanns á ÍNN í gær þar sem hann fjallaði um stjórnlagaþingið 2011 og nýja stjórnarskrá. Benti hann á, að þing af þessu tagi væri einsdæmi og mikilsvert tæki til að móta stjórnarskrá á lýðræðislegan hátt.
Stjórnlagaþing fólksins er einsdæmi í sögunni. Tortryggilegt er því þegar Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, og Davíð Oddsson reyna að finna þinginu allt til foráttu. Sigurður segir "bestu menn þjóðarinnar" eigi að setja saman stjórnarskrá og Davíð að "engin skýring hafi komið fram á því að nú verði að gera atlögu að stjórnarskránni".
Eftirtektarvert er að Sigurður notar orðin "bestu menn þjóðarinnar" og Davíð að "gera atlögu að stjórnarskránni". Þeir viðast ekki skilja kröfu tímans um lýðræði og jafnrétti - eða öllu heldur: Þeir vilja ekki skilja kröfu tímans um lýðræði og jafnrétti.
Athugasemdir
Það hefur verið sagt óskinsamlegt að skipta um hest í miðri á. En ekki hefur það þótt klaufaskapur hér til að hlusta á væna menn og ærlega, sem þeir eru klárlega báðir, Sigurður Líndal og Davíð Oddson, þó ólíkir séu. Staðreyndin er sú að við höfum mörgum öðrum hnöppum að hneppa en að búa hér til sundurlyndi, óró og hamagang til að fela raunveruleikan.
Mitt álit er að í stjórnarskrá eigi ekki að hræra á óróa tímum. En þetta mál er komið af stað og ég kann enga leið til að stöðva það og þess vegna ekki annað að gera en að reyna að forða slysum í þessu máli og vænti ég þinnar aðstoðar við það.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.11.2010 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.