Gildi nýrrar stjórnarskrár

Enn spyrja menn, hvaða gildi stjórnlagaþing hafi, hvers vegna þörf sé á slíku þingi nú, hvort menn hafi ekki annað þarfara að iðja á þessum viðsjárverðu tímum, hvort gamla stjórnarskráin sé ekki fullgóð og hvort Íslendingar hafi ráð á að efna til þings á þessum síðustu og verstu tímum.

Sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni í garð stjórnmálamanna, reiði fólks og vonleysi margra fjölskyldna getur torveldað kosningar til stjórnlagaþings og jafnvel hindrað, að árangur náist á þessu þingi þjóðarinnar. Frumstæð og neikvæð umræða og ótti einstakra manna getur einnig torveldað árangur.

Hins vegar leikur engin vafi á því, að krafa meirihluta þjóðarinnar er um breytt viðhorf í stjórnmálum, að stjórnmálamenn sýni heiðarleika og ábyrgð og gagnsæi sé í stjórnarathöfnum og afdráttarlaus og skýr þrískipting valds.

Gildi stjórnlagaþings og nýrrar stjórnarskrár nú felst í því að sameina þjóðina, gefa fólki von, lægja öldur, vekja von og auka traust á Alþingi, stjórnmálaflokkunum og stjórnmálamönnum – sem við komumst ekki af án. Ný stjórnarskrá á að verða samfélagssáttmáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lykilorðin í gildi stjórnardkrár er: We the people og by the people, for the people.

Ergo: Lýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband