16.12.2010 | 10:56
Vellíðan og lífsgæði
Margt gott er gert í þessu fámenna þjóðfélagi hér á hjara veraldar. Því miður er hins vegar margt sem betur má fara, þótt það séu smámunir hjá öllum skelfingunum úti í hinum stóra heimi.
Meginverkefni næstu ára er að auka jafnrétti hér á landi - og annars staðar - m.a. að jafna lífskjör fólks og bæta á þann hátt lífsgæði allra, því það er illt að búa í samfélagi þar sem mikill munur er á lífskjörum og mörgum líður ekki vel fyrr öllum líður vel en engum illa.
Matargjafir til þeirra, sem ekki hafa í sig og á, er óþolandi í velsældarsamféagi. Þetta er ölmusa og það er illt að vera ölmusumaður. Bætt kjör þeirra sem minnst mega sín er brýnasta verkefni okkar og stjórnvalda að leysa. Burt með fátækt og ölmusur.
Athugasemdir
Þakka þér Tryggvi fyrir góð skrif. Ég fór að hugsa í framhaldi af skrifum þínum: Stundum stangast hugmyndir á. Hvort er mikilvægara jafnrétti eða réttlæti? Má til dæmis brjóta á einum borgara til þess að annar fái aukin réttindi?
Guðmundur Pálsson, 17.12.2010 kl. 10:28
Þakka þér þessa spurningu, Guðmundur, sem sannarlega er vert að velta fyrir sér. Málið er að þó ekki einfalt, því að skilgreiningar geta verið mismunandi. Að mínum dómi stangast réttlæti og jafnrétti ekki á. Jafnrétti er hluti af samfélagslegu réttlæti. Almenna reglan hlýtur að vera sú, að ekki megi brjóta á rétti neins. En hafi einstaklingur - eða hópur manna - náð "rétti" á óeðlilegan hátt, t.d. með samfélagslegu misrétti eða forréttindum, tel ég að rifta megi slíkum "rétti" til þess að ná jafnrétti - eða til þess að leiðrétta misrétti.
Tryggvi Gíslason, 17.12.2010 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.