Nöldur og þref Helga Seljans

Enn sinu sinni verð ég vitni að því að Helgi Selja fréttamaður RÚV er ófær um að rökræða við gesti sína. Í kvöld ræddi hann við Lilju Mósesdóttur í Kastljósi með geðillskulegum frammítökum, fór með staðlausa stafi, sneri út úr og gerði viðmælanda upp skoðanir.

Með þessu bregst RÚV skyldu sinni að veita víðtæka, áreiðanlega og hlutlæga fréttaþjónustu, vera vettvangur mismunandi skoðana á málum og gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn og túlkun, eins og segir í lögum um Ríkisútvarpið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Í þessu viðtali voru tveir einstaklingar. Annar stóð sig ágætlega. Hann heitir ekki Lilja.

Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér Tryggvi, það var rosalegt að horfa upp á "hlutlausan" fréttamanninn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: Gunnar Waage

Mér þótti Lilja standa sig með sóma. En þetta með Helga Seljan snýr þannig við mér að þótt það mgi jafnvel greina að fréttamaðurinn sé þarna á móti viðmælanda sínum, þá gerir þetta samt það af verkum að viðkomandi fær tækifæri til að svara all hressilega fyrir sig. Mér fannst Lilju takast það bara vel.

Gunnar Waage, 18.12.2010 kl. 03:15

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur og Gunnar ég tek undir með ykkur, innlegg Tryggva er mjög gott. Viðhorf Björns hér að ofan verður að skoða í ljósi þess að hann er aumur samfylkingarsnúður.

Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2010 kl. 09:29

5 Smámynd: ThoR-E

Tók eftir þessu. Virtist vera voðalega illa upplagður eitthvað. Pirraður og fúll.

Lélegt viðtal, en Lilja stóð sig vel.

ThoR-E, 18.12.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband