Íslands ógćfu verđur allt ađ vopni

Frá Hvíta-Rússlandi berast ógnvekjandi fréttir. Í evrópsku "lýđrćđislandi" međ ţúsund ára menningu og "lýđrćđislega" kjörna stjórn er saklausu fólki misţyrmt. Í löndum lengra burtu leika stjórnvöld gamlan stríđsleik og skirrast ekki viđ ađ drepa fólk, varnarlausar konur, börn og gamalmenni.

Frá Danmörku berast fréttir um, ađ einn af fremstu stjórnmálamönnum Norđurlanda, Bertil Haarder, sem ég kynntist fyrir aldarfjórđungi sem gáfuđum heiđursmanni, hafi misst stjórn á sér í viđtali viđ fréttamenn í viđrćđum um ţjóđfélagslegt misrétti.

Ţetta ástand vekur mér umhugsun og veldur mér áhyggjum. Ţó hef ég meiri áhyggjur af ţví sem er mér nćr - og ég ţekki betur - ástandinu á Íslandi. Hér ríkir velsćld, ţótt misrétti sé áberandi og sumir hafi jafnvel ekki í sig og á. En ofbeldi og yfirgangur varđar hér viđ lög og brotamenn eru leiddir fyrir dóm. 

Fyrir 100 árum sagđi orđhvatur stjórnmálamađur, ađ Íslands ógćfu yrđi allt ađ vopni. Ţessi orđ neyđist ég til ađ endurtaka: Íslands ógćfu verđur allt ađ vopni. Eftir hrun og glćpi fjárglćframanna, sem bíđa dóms, er hver höndin uppi á móti annarri. Jafnvel innan stjórnarflokkananna er barist á banaspjótum međ stóryrđum og brigslmćlgi og stjórnarandstađan leggur lítiđ gott til.

Ţjóđin lifir svo áfram í vellystingum og hlustar ekki á ráđleggingar um hófsemi og ađhald, enda allir löngu hćttir ađ trúa stjórnmálamönnum. Seđlabankinn er ríki í ríkinu međ hrokafulla afstöđu sína og ađ baki ţrumir svartagallsraus og dómsdagsspá afdankađra stjórnmálamanna.

Hvađ getur orđiđ til bjargar yngstu ţjóđ Evrópu međ elsta mál heimsins?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband