Sá sem hugsar skýrt, talar skýrt

Viðtal FRÉTTATÍMANS í dag við Þráin Bertelsson, alþingismann og rithöfund, ættu allir að lesa, a.m.k þeir sem hugsa um og hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Þráinn Bertelsson er hnyttnari í tilsvörum og samlíkingum en flestir aðrir, og svo segir hann það sem hann meinar og meinar það sem hann segir. Það er mikill kostur.

Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein segir á einum stað, að þeir sem hugsi skýrt, tali skýrt. Þetta gerir Þráinn Bertelsson í viðtalinu í dag. Mættu fleiri, bæði alþingismenn, bloggarar og aðrir góðir menn, karlar og konur, taka upp: reyna að hugsa skýrt og tala skýrt. Þá liði bullöld Íslendinga undir lok og við tæki ný gullöld Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Málið er bara hvað meinar Þráinn. Hvaða skoðun hefir hann sjálfur.

Valdimar Samúelsson, 30.12.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Hefurðu lesið viðtalið við Þráin, Valdimar?

Tryggvi Gíslason, 30.12.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband