30.12.2010 | 17:48
Sá sem hugsar skýrt, talar skýrt
Viðtal FRÉTTATÍMANS í dag við Þráin Bertelsson, alþingismann og rithöfund, ættu allir að lesa, a.m.k þeir sem hugsa um og hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Þráinn Bertelsson er hnyttnari í tilsvörum og samlíkingum en flestir aðrir, og svo segir hann það sem hann meinar og meinar það sem hann segir. Það er mikill kostur.
Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein segir á einum stað, að þeir sem hugsi skýrt, tali skýrt. Þetta gerir Þráinn Bertelsson í viðtalinu í dag. Mættu fleiri, bæði alþingismenn, bloggarar og aðrir góðir menn, karlar og konur, taka upp: reyna að hugsa skýrt og tala skýrt. Þá liði bullöld Íslendinga undir lok og við tæki ný gullöld Íslendinga.
Athugasemdir
Málið er bara hvað meinar Þráinn. Hvaða skoðun hefir hann sjálfur.
Valdimar Samúelsson, 30.12.2010 kl. 18:25
Hefurðu lesið viðtalið við Þráin, Valdimar?
Tryggvi Gíslason, 30.12.2010 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.