2.2.2011 | 09:00
"Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða"
Er ekki eitthvað bogið við lögin, kennslu í lögfræði eða lögfræðilega hugsun á þessu kalda landi Íslandi, þegar Robert Spano, forseti lagadeildar HÍ, segir svart það sem Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir hvítt og Jón Steinar hæstaréttardómari segir svo, að Hæstiréttur dæmi eftir lögunum og hæstaréttardómarar eigi þá ósk heitasta að dæma rétt. Hvað er rétt og hvað er rangt, þegar hægt er að böggla lögin eins og roð fyrir brjósti okkar?
Einu sinni var sagt: "Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða" og Þorgeir Ljósvetningagoði breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð fyrr en hann kallaði menn til Lögbergs og sagði, að honum þætti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu ekki hafa ein lög á landi hér. Og Ljósvetningagoði bætti við: "Það mun verða satt: ef vér slítum lögin, að vér munum einnig slíta friðinn."
Er ekki kominn til að hafa aftur ein lög í landinu og semja frið?
Athugasemdir
Þetta eru "Orð í tíma töluð", Tryggvi!
Ætli það gildi ekki í þessu lögfræðipexi öllu að úrskurðir og dómar teljast réttir, þó annar aðilinn "tapi"? En í því máli sem til umræðu er, finnur hæstiréttur að því að ekki hafi verið farið að lögum. Því hlýtur þú að fagna, sem og því að næst vandi menn frekar til verka en var í fyrstu umferð.
Flosi Kristjánsson, 2.2.2011 kl. 10:10
Það eru ein lög í landinu og Hæstiréttur er efsta stig dómsvaldsins og dæmir eftir lögunum. Þetta hélt ég að allir vissu.
Það eru hinsvegar margir sem vilja beygja lögin þegar það hentar þeim og vilja meta það hverju sinni hvað megi beygja lögin mikið áður en þau eru brotin.
Þegar við viðurkennum sjálfstæði og hlutleysi Hæstarréttar, þá verður friður.
Góðar stundir.
Kristinn Daníelsson, 2.2.2011 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.