Stjórnmál er barátta um hagsmuni og völd

Stjórnmál er barátta um hagsmuni og völd. Ţannig hefur ţađ veriđ og ţannig verđur ţađ. Gamli Karl Marx hafđi rétt fyrir sér. Stéttabaráttan heldur áfram í nýjum myndum og stétt manna rćđst af menntun, stöđu, hagsmunum og völdum.

En miklu skiptir, hvernig ţessi barátta er háđ. Á Íslandi hafa átökin oft veriđ hörđ, ţó ekki harđari en á öđrum Norđurlöndum. Hins vegar eru ađferđirnar, sem beitt er, og hugsunin, sem ađ baki býr, mjög ólík ţví sem er annars stađar á Norđurlöndum.

Viđ Íslendingar erum harđskeyttir, duttlungafullir og óvćgnir, eins og íslensk náttúra, og tillitslausir - viđ höggvum menn sem standa vel viđ höggi. En einkum erum viđ agalaus ţjóđ. Ţađ kemur fram fram í baráttunni og umrćđunni um stöđu, hagsmuni og völd .

Gríski heimspekingurinn Epíkúros sagđi um 300 árum f. Kr., ađ ef menn vildu njóta ánćgju í lífinu, skyldu ţeir ekki skipta sér af stjórnmálum en njóta lífsins međ yfirvegum. Ţessi kenning á ekki upp á pallborđiđ hjá okkur sem enn lifum Sturlungaöld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í mínu ungdćmi kynntist ég baráttu stjórnmálamanna sem vildu bćta hag ţeirra sem minnst máttu sín í ţjóđfélaginu. Til ţess ađ árangur nćđist ţurftu ţeir völd. Ef saman fara völd og góđvild farnast okkur vel. Sem betur fer hefur ţeirri stjórn, sem nú situr, tekist ađ snúa viđ ţví tafli sem var ađ leiđa okkur til glötunar. Eigum viđ ţví ekki ađ fagna ţví ađ stjórnmál snúist um hagsmuni (okkar) og völd (stjórnmálamanna)?

Sendi til gamans af ţessu tilefni vísu sem var ort á kennaraţingi vegna umrćđna um samvinnu sem taliđ var ađ ţyrfti ađ vera rétt og helst lóđrétt ef árangur ćtti ađ nást.

Harđur er kjarni vors kennarablóđs
ef kraftana stillum til samans.
Sé samvinnan lóđrétt hún leiđir til góđs
en sú lárétta er meira til gamans.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.2.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Góđ athugasemd, Benedikt Jóhannes, og skemmtileg vísa.

Tryggvi Gíslason, 4.2.2011 kl. 17:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband