Íslendingar eru enn bestir

Orð forseta Íslands í Silfri Egils í dag urðu mér umhugsunarefni. Þar sannaðist það sem franski stjórnmálarefurinn de Talleyrand sagði fyrir tveimur öldum, að málið væri gefið manninum til að leyna hugsun sinni, La parole a été donnée à l’omme pour désguiser sa pensé.

Vont var að heyra ummæli forsetans um stjórnlagaþing og endurskoðun á stjórnarskránni. Þingið væri sorgarsaga og gamla stjórnarskráin ágæt. Verra var að heyra dóma hans um fyrri forseta sem lent hefðu í ólgusjó vegna afstöðu til viðkvæmra mála - og væri of mikið gert úr vinsældum þeirra.

Verst var þó að hlusta á ummæli hans um ágæti Íslendinga, ummæli sem minntu á ræður hans í upphafi aldar um ágæti útrásarinnar. Íslendingar eru enn fremstir og bestir og geta leitt aðrar þjóðir á veg skynsemi og réttlætis. Gamli keppnisandinn er því ekki horfinn.

Orð forsetans í dag verður ef til vill að sjá í ljósi þess, að hann langar ljóslega til að verða forseti fimmta kjörtímabilið og slá þar með öll fyrri met, enda þjóðin á næsta ári stödd í miðri á, óljóst um allt og illt að skipta um hest í miðri á. Stundum er vont að vera of mælskur og gleyma sér í málrófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta viðtal var náttúrulega ekkert nema hausverkur að hlusta á. Sami þjóðernissinnaði gorgeirinn í manninum. Lét í veðri vaka að framtíð heimsins í öllum helstu málaflokkum, viðskiptum, umhverfismálum og norðurskautinu væri á herðum okkar og við hefðum gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.2.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband