ICESAVE er ekki lokið - nú er ballið að byrja

Sagt er að ICESAVE sé lokið. Það er þjóðlygi. ICESAVE er að byrja. Hingað til hafa menn - karlar og konur - rætt um málið oftast af lítilli þekingu. Nú fá menn - karlar og konur að sjá alvöru lífsins, þegar ríkissjóður greiðir 26 milljarða í vexti af höfuðstól sem talinn er 600 milljarðar. Og svo er verið að skera niður graut í skólum og fella niður kennslu í lífsleikni.

Undarlegt er að ekki skuli hafa vrið beðið eftir því, hver niðurstaða verður í uppgjöri á eignasafni Landsbankans – þ.e.a.s. hvað stendur eftir þegar tekin hefur verið afstaða til krafna einstaklinga, félaga og stofnana í Bretlandi og Hollandi sem lagðar hafa verið fram.

Þegar fyrir liggur, hvers virði eignasafn Landabankans er, kæmi til greina að ríkisstjórn í skjóli Alþingis (sem þiggur vald sitt frá þjóðinni) gengi til samninga við bresk og hollensk yfirvöld. Hins vegar var fásinna að ganga nú til samninga. Vonandi vita og skilja alþingismenn og ráðherrar hvað þeir voru að gera í gær. Ég skil það ekki.

Ein rökin eru þau, að íslenskur almenningur beri ábyrgð á því að almenningur í Bretlandi og Hollandi var svikinn. Þarna er öllu snúið á haus. Almenningur, hvar sem er í heiminum, má ekki – og á ekki að bera ábyrgð á glæfrum einkafyrirtækja. Þá er ekki um einkafyrirtæki að ræða heldur einkavæddan gróða og ríkistryggt tap.

Önnur rök eru þau, að Íslendingar eigi að lifa í sátt við aðrar þjóðir, virða alþjóðleg lög og samninga. Það er rétt. Hins vegar stendur hvergi í alþjóðlegum lögum að almenningur eigi að borga fyrir óreiðumenn – enda tíðkast það ekki úti í hinum stóra heimi. Það á aðeins að gilda fyrir okkar litla íslenska heim. Við erum svo litlir.

Þriðju rökin eru þau, að Íslendingar einangrist á fjármálamarkaði, fái ekki lán og enginn kaupi íslenska vöru. Þetta er rangt, enda hefur það ekki verið. Fjármagnið – auðvaldið – leitar eftir hagstæðum viðskiptum og eftirsóttri vöru. Við eigum vöru sem auðveld er að selja: hreina matvöru, hreint land og hreina orku. Við skulum því halda okkur hreinum. Og þjóðin á að fá að taka afstöðu til ólaganna frá því í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Innilega sammála. Látum þjóðina ákveða hvort sé betra að semja, eða berjast við kúganir og hótanir í nafni réttlætis og laga.

Ég tel að gæfuríkara sé að taka mótlætinu og segja nei. 

Mótlætið tekur styttri  tíma en 30 ára pynting af hálfu Breta og Hollendinga.

Eggert Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 12:44

2 Smámynd: Valan

Ég er algjörlega sammála.  Takk fyrir mig.

Valan, 17.2.2011 kl. 13:40

3 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Gott að heyra, gott fólk, og þakka þér, Vala, fyrir góðar greinar þínar. Mikilsvert er að þessi umræða á netinu fer fram, blöðin eru "sen i tanken", eins og Danir segja - og svo les þau enginn.

Tryggvi Gíslason, 17.2.2011 kl. 13:54

4 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þettað er frábær grein Tryggvi

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.2.2011 kl. 17:35

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er búsettur í Hollandi og hér sér fólk málið öðruvísi, enda er það matreitt öðruvísi af hérlendum fjölmiðlum.

Tengdó var í mat. Þau eru auðvitað ánægð með það sem var í fréttunum í dag, að Ísland ætli loksins að borga það sem því ber. Ég leiðrétti misskilninginn í mörghundruðasta sinn. Það dugði ekki til. Ég sagði þeim því sögu af ING, stærsta banka Hollands. Hvað myndi gerast ef... og ég sagði Landsbankasöguna. Breytti bara nafninu og upphæðunum yfir í Hollenskan veruleika. Endaði söguna á því að spyrja, hvað mynduð þið gera. Greiða þúsundir milljarða evra til Þýskalands og Bandaríkjanna (tvö mikið stærri vinveitt lönd) vegna fyrirtækis sem er ekki í eigu þjóðarinnar. Nei, það fannst þeim ekki réttlátt.

Ég vona svo sannarlega að þjóðin fái að stoppa þessa geðveiki aftur.

Villi Asgeirsson, 17.2.2011 kl. 18:58

6 Smámynd: Eygló

Er þetta nokkuð "lenskan" hér.

Fái maður lán *sama sem og hafa unnið í lotto*

Fái maður lán til að greiða upp önnur lán *sama og "málið dautt"

Höfum við ekki raðað í kringum okkur undanfarið, - með því móti?

Sjaldan heyrir maður fólk hafa ábyrgðartilfinningu, hvað þá áhyggjur, gagnvart fengnu láni ... fyrr en komið er að gjalddaga, - helst fram yfir eindaga.

Ekkert nýtt hér á ferðinni - ekki betra fyrir það.

Takk fyrir pistil

Eygló, 17.2.2011 kl. 19:31

7 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Ég er alveg sammála Tryggva í þessu... Það er með öllu ólýðandi að leifa fyrirtækjum í einkaeigu að haga sér með jafn óábyrgum hætti og íslensku bankarnir gerðu,,, sofa gersamlega á verðinum við eftirlitsskildu sína og ætla svo að senda komandi kynslóðum reikninginn...

Þetta er argasta ósvífni og ég vona að Forseti vísi málinu til þjóðarinnar

Friðgeir Sveinsson, 17.2.2011 kl. 22:07

8 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Minn kæri Villi í Hollandi. Skil þig vel. Hef búið 12 ár í þremur þjóðlöndum utan Íslands. Það breytir engu um réttindi almennings í þessum löndum - eða öðrum löndum. Það sem skiptir máli, er að svokölluð einkafyrirtæki - þar á meðal bankar- bera ábyrgð á sér sjálf. Það gerum við sem einstaklingar. Enginn borgar skuldir mínar, þótt ég gráti. BASTA.

Tryggvi Gíslason, 17.2.2011 kl. 22:46

9 Smámynd: Gunnar Waage

Danir voru að enda við að láta 5 banka hrynja í duftið, ríkið lét þá eiga sig. Moodys lækkaði lánshæfismatið hjá þeim en Danir halda sínu striki.

Íslendingar eiga að hætta þessu væli, leyfum Bretum að hirða bankann, búið mál.

Gunnar Waage, 18.2.2011 kl. 04:24

10 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ég vil ekki vera að skemma gott partý og gerast boðflenna hérna, en þú segir að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga tapaðar ínnistæður í einkabanka.        En af hverju þurftu íslenskir skattgreiðendur að borga íslenskum ininnistæðueigendum innistæður þeirra í föllnum einkabönkum?

Svavar Bjarnason, 18.2.2011 kl. 15:10

11 Smámynd: Gunnar Waage

Svavar,

Tilskipunin gildir innan lands ergo ekki um bankastarfssemi erlendis. Það er því vitfirrt hugmynd að Íslendingar greiði fólki út sparifé sitt sem það lagði inn í banka í sínum heimalöndum.

Tilskipunin heldur ekki og er ástæðan fyrir því að hverfandi ef einhverjar líkur eru á að þetta mál verði sótt. Það eru kannski ekki allir að átta sig síðan á því að Evrópusambandið fór samninganefnd sína gegn samningamönnum Íslands í þessu máli strax haustið 2008.

Nefndin var frönsk og höfðu frakkar allar þessar upplýsingar strax þá enda skýrslurnar unnar af Seðlabanka Frakklands. Það verður seint sagt að Franska samninganefndin hafi gætt að settum samningsviðmiðum.

En svarið við spurningunni Svavar er þetta, títt umtöluð jafnræðisregla gildir um bankastarfssemi í því landi þar sem hún er starfrækt.

Gunnar Waage, 19.2.2011 kl. 02:39

12 Smámynd: Svavar Bjarnason

Gunnar.

Þú kannast við umræðuna um hversu gott hefði verið ef útibú íslensku bankanna í Englandi hefðu, fyrir hrun, verið færð undan bönkunum og gerð að sjálfstæðum bönkum þar, og þar með í raun orðið enskir bankar.  Með því hefðum við verið alveg laus við ICESAVE martröðina.

Samkvæmt þinni skilgreiningu hefði þetta ekki skipt neinu máli.

Þú virðist vita betur en þeir sérfræðingar sem sem tóku þátt í þeirri umræðu.

Svavar Bjarnason, 19.2.2011 kl. 11:43

13 Smámynd: Gunnar Waage

Nei það er ekki meiningin, þetta eru ólík atrið sem togast á Svavar. Það er þó skoðun flestra löglærðra manna að þetta mál standi okkar megin og að rökin sem ég nefndi verði ofan á.

Gunnar Waage, 19.2.2011 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband