Að hengja bakara fyrir smið

Íslenskum almenningi ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja, frekar en almenningi annarra þjóða. Frjáls samkeppni væri þá lítils virði. Af þeim sökum einum ber að fella samning um ICESAVE III 9. apríl n.k.

Talað er um „siðferðilega ábyrgð” þjóðar - merkingarlaus orð. Þjóð getur ekki borið kollektífa ábyrgð: verið sek um brot eins manns eða fárra einstaklinga. Kollektíf ábyrgð hefur að vísu verið lögð á eina þjóð í lok tveggja heimsstyrjalda. Slíkt heiftarranglæti réttlætir ekki nýtt ranglæti.

Talað er um, að ríkið beri ábyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda. Það er rangt. Í lögum er mælt fyrir um að sjóðurinn skuli fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum. Hvergi í lögum né Evróputilskipunum er gert ráð fyrir að almenningur beri þar fjárhagslega ábyrgð.

Talað er um, að til að vinna traust verði Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar. Það eiga Íslendingar að gera – eins og aðrar þjóðir. En þjóðin hefur ekki skuldbundið sig til þess að greiða skuldir einkafyrirtækja. Það hefur heldur aldrei aukið virðingu nokkurs, karls eða konu – því síður heillar þjóðar - að láta undan hótunum, svo ekki sé sagt hótunum yfirgangsmanna.

Talað er um, að Íslendingum veitist erfitt að afla fjármagns til arðbærra verkefna. Það er rangt. Fjármagn leitar eftir arðbærum verkefnum – fer ekki í fýlu. Íslendingar eiga auk þess auðlindir sem sífellt verða eftirsóttari og ef þjóðin eignast djarfhuga og réttsýna leiðtoga, þarf hún engu að kvíða. Auk þess er nægt fjármagn í landinu – en því er ranglega stýrt.

Hengjum ekki bakara fyrir smið. Það er liðin tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þrautavaralán Seðlabanka Íslands til einkabanka er samkvæmt lögum.  Þannig gerir Seðlabankinn almenning ábyrgan fyrir skuldum einkabanka.  Á að afnema heimild Seðlabankans til að veita þrautavaralán?

Ríkið ber ekki beina ábyrgð á innistæðutryggingasjóð en bæði Reimar Pétursson og Jóhannes Björn(vald.org) hafa sagt að ríkið verði að tryggja innistæður til að komast hjá hruni hagkerfisins.

Auk þess sagði þáverandi Seðlabankastjóri í mars 2008 að ekkert mál væri að tryggja allar innistæður, þegar breskur sjóvarpsmaður tók við hann viðtal.  Ef ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum þá hefði Seðlabankastjórinn átt að segja að hann hefði ekkert um málið að segja heldur væri það alfarið á ábyrgð TIF.

Ef Davíð hefði farið með rangt mál þá hefði FME átt að leiðrétta hann, en það var ekki heldur gert.

Íslenska FME, sem er opinber eftirlitsstofnun, sagði að auki að sparifjáreigendur þyrftu ekkert að óttast hátt skuldatryggingaálag viðskiptabankanna.  En breska FME var að benda sparifjáreigendum að skoða skuldatryggingaálag banka áður en þeir hæfu viðskipti.  Þannig var íslenska FME að gera lítið úr varnaðarorðum breska FME.

.. Icesave lítur út eins og eitt stór Nígeríusvindl með virkri þátttöku opinberra stofnana sem voru ábyrgar fyrir eftirliti.

Þessar stofnanir eru svo ábyrgar gagnvart Alþingi sem kosið er af almenningi á fjögurra ára fresti.

Þess vegna er það þannig að erlendir aðilar líta svo á að málið snúist ekki um að greiða Icesave eða ekki, heldur hvernig Ísland ætli að standa við skuldbindingar sínar.  -  Ef Ísland ætlar ekki að standa við skuldbindingar sínar, þá bætist það í hóp óreiðuþjóða.  Þess vegna hækka ekki skuldir Íslands ef Icesave verður samþykkt heldur verða þær þá allar í skilum.

Þetta er vingjarnlegt innlegg og meira til umhugsunar.

Lúðvík Júlíusson, 26.3.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Lúðvík: Vitanlega ætti að afnema þau lög sem tryggja bönkum þrautavaralán frá Seðlabanka - þetta er ein helsta meinsemdin í nútíma bankakerfi enda veldur hún freisnivanda. Bendi í þessu sambandi á bók Murray N. Rothbard, The Case Against the Fed, sem ég fjallaði aðeins um hér -> http://bit.ly/oTraust

Það sem þú kallar „skuldbindingar Íslands“ eru ekki skuldbindingar Íslands að lögum. Um það eru allir lögfræðingar sammála. Ef þjóðin segir „Já“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. maí verða þessar skudir vegna Icesave hinsvegar skuldbindingar Íslands. Það má auðvitað ekki gerast. Ef Íslendingar bera sameginlega ábyrgð á Icesave þá mátti allt eins rukka bandaríska skattgreiðendur fyrir svik Bernie Madoff (þar brást m.a. SEC) eða rukka Dani um svik Sten Bagger í IT Factory.

Tilraun til að réttlæta þá skoðun að Íslendingar eigi að greina fyrir Icesave með vísan í „sameiginlega ábyrgð“ og þar með „sameiginlega refsingu“ er algjörlega forkastanleg. Kollektív refsing þykir ekki forsvaranleg í grunnskólum landsins og hefur verið bönnuð í milliríkjadeilum skv. 4. gr. Genfarsáttmálans. Það er því engan vegin siðferðilega forsvaranlegt að ætla Íslendingum ábyrgð á Icesave á þessum forsendum.

Í raun er það siðferðilega skylda Íslendinga að segja NEI við Icesave og þannig stuðla að nauðsynlegri endurskoðun á bankakerfinu. Ef við segjum NEI eiga Íslendigar auk þess góða möguleika á að standa við allar þær skuldbindingar sem eru raunverulega okkar skuldbindingar.

Sveinn Tryggvason, 26.3.2011 kl. 18:18

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sveinn, ég vísa í ábyrgð stjórnvalda og að það muni ekki vera góð vörn að segja "allt í plati".  Orð lögmætra stjórnvalda hafa meira gildi en orð fjármálamanna eins og Madoff.

Takk fyrir að benda mér á bókina "The Case Against the Fed" e. M Rothbard.  Ég er var að lesa hana og hún er nú komin í hilluna við hliðina á "The Mystery of Banking" eftir sama höfund, sem ég las líka nýlega.

Önnur góð bók er The Theory of Money & Credit e. von Mises.  Hún kennir manni að hugsa rökrétt um peninga.(svo er það spurning hvort það takist alltaf, við erum jú öll mannleg)

Lúðvík Júlíusson, 26.3.2011 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband