8.4.2011 | 00:32
Jafnaðarmaður Íslands
Eins og stundum áður er kynlegt að lesa skrif jafnaðarmannsins Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra Alþýðuflokksins, síðar Samfylkingarinnar. Í grein í Fréttablaðinu 7da apríl, sem hann nefnir Að semja eða svíkja, spyr hann, hvað orðið hafi um þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku að láni í útlöndum.
Þetta er undarlegt spurning svo ég segi ekki heimskuleg spurning, ekki síst af hálfu manns sem hefur viljað kalla sig jafnaðarmann. Íslenskir aðilar, sem hann nefnir svo, er ekki alþýða þessa land, sem jafnaðarmenn hafa höfðað til, heldur glæframenn alþjóðlegs auðvalds, sem jafnaðarmenn allra landa hafa barist gegn hálfa aðra öld.
Þegar Sighvatur Björgvinsson bætir síðan við, að mikill meirihluti þessara þúsunda milljarða hafi runnið til landsmanna sjálfra og til íslenskra heimila, spyr ég: Hvar hefur jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson alið aldur sinn?
Síðan segir jafnaðarmaður Íslands, Sighvatur Björgvinsson, að í lýðræðisríkjum velji fólk stjórnvöld og á hann þar væntanlega við alþingismenn ekki til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis, heldur til þess að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi og þjóðin hafi gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Og jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson bætir við: Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða.
Ótrúlegt er að Sighvatur Björgvinsson, sem fór með rógi á hendur Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra í Geirfinnsmálinu 1974, skrifi svona árið 2011. Heldur Sighvatur Björgvinsson að enginn muni hegðun hans og framferði á Alþingi 1974. Þá var ekki um rifrildi að ræða - heldur rógburð. Auk þess kjósum við ekki fulltrúa á Alþingi til þess að semja af okkur rétt heldur til þess að standa á rétti okkar.
Fánaskrif ójafnaðarmannsins Sighvats Björgvinssonar eru ætluð til þess að hvetja heiðarlega jafnaðarmenn til þess að samþykkja ICESAVE, samning samfylkingar og VG.
Íslenskum almenningi ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja frekar en almenningi annarra þjóða. Frjáls samkeppni, lýðræði og jafnrétti væri þá lítils virði. Af þeim sökum ber að fella samning um ICESAVE.
Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar eins og öðrum þjóðum. En íslenskur almenningur - alþýðan - hefur ekki skuldbundið sig til þess að greiða "skuldir óreiðumanna".
Það hefur heldur aldrei aukið virðingu nokkurs manns, karls eða konu því síður heillar þjóðar að láta undan hótunum ójafnaðarmanna, svo ekki sé sagt hótunum yfirgangsmanna. Hugsanlega vill ójafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson skipa sér í flokk yfirgangsmanna.
Athugasemdir
Mögnuð grein Tryggvi.
Hafðu þökk fyrir hana.
Notaðu svo tímann til morguns til að útskýra samvinnustefnuna fyrir Ingvari bróður þínum. Hún var einmitt til höfuðs öllu því sem ICEsave stendur fyrir.
Um rétt og samvinnu almennings gagnvart burgeisum og höfðingjum sem litu ekki á almenning nema þegar hann laut höfði með húfu i hendi, og þakkaði fyrir brauðmolana.
Slíkt er ekki arfleið Ekrufólks.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 17:04
FLottur segi ég. Sighvatur er að vísu Ísfirðingur en mér finnst svona fólk ekki standa undir nafni sem hefur alla tíð verið á framfæri ríkisins og á spena hjá pólitískum samherjum. Ja svei. Það er hægt að kalla sig jafnaðarmann og hefur aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn ekkert frekar en faðir hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.