Nýtt Ísland

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um ICESAVE er ljós. Vonandi verður munurinn ekki minni en 42:58, helst 40:60 til þess ekkert fari milli mála.

Alþingi og ríkisstjórn eiga nú að bjóða Bretum og Hollendingum að taka málið upp að nýju - þegar endanlegt uppgjör eignasafns Landabankans liggur fyrir, ekki deginum fyrr. Verði það boð ekki þegið, er sjálfsagt að fara dómstólaleiðina og vinna fullnaðarsigur.

Alþingismenn og aðrir atvinnustjórnmálamenn geta lært mikið af þessu. Runninn er upp nýr tími, nýtt Ísland, þar sem ríkir beint lýðræði í stað flokksræðis og samtök hugsandi einstaklinga ráða ferðinni í stað innmúraðra flokksgæðinga. Alþingismenn þurfa að lesa og læra af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og rifja upp hvað þeir samþykktu í vetur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband