Bókmenntaþjóðin Íslendingar

Óska má Gyrði Elíassyni til hamingju með bókmenntaverðlaun Norðurlandsráðs 2011, svo og þjóðinni allri. Verðlaunin hafa verið veitt 50 sinnum og hafa 7 íslenskir rithöfundar hlotið þau – eða í 14% tilvika. Íslendingar eru um 330 þúsund en á Norðurlöndum búa liðlega 25 milljónir manna. Íslendingar eru því rúmlega eitt prósent Norðurlandbúa og hefðu samkvæmt staðtölum aldrei átt að hafa fengið verðlaunin. Þetta segir mér, að bókmenntaþjóðin Íslendingar, sem talar elsta lifandi tungumál í Evrópu, rís undir nafni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband