13.4.2011 | 10:34
Virðing Alþingis
Bjarni Benediktsson, formaður stærsta stjórnmálaflokks Íslands í 70 ár, ætlar að bera fram vantraust á ríkisstjórnina til þess að auka virðingu Alþingis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrstu vinstri stjórnar á Íslandi - að sögn - fagnar tillögunni sem þjappa muni stjórnarliðum saman. Þingmenn og ráðherrar sitja daufeygðir með fjarrænan svip undir ræðum forystumannanna og lesa dagblöð eða senda SMS skeyti til kjósenda. Vanstrauststillaga verður ekki til að auka virðingu Alþingis. Það þarf meiri til.
Athugasemdir
Tryggvi. Vantrauststillaga frá formanni flokks sem var hér með innstu kokka í búri við að ræna bankana innanfrá, einkavæða og veðsetja kvótann og jafnvel óveiddan fisk og krefja nú í nafni ræningjabanka almenning um greiðslu fyrir ránin!
Það þarf meira til en kosningu núna til að eitthvað breytist, svo mikið er víst. Aðhald og gagnrýni almennings og fjölmiðla á heiðarlegan, réttlátan og rökstuddan hátt er eina leiðin eins og er. Ekki er auðvelt að vefengja heiðarlega rökstutt aðhald fyrir þessa stjórn. Almenningur þarf bara að hafa meiri trú á að þeir hafa raunverulega valdið og eiga að nota það til góðs.
Áhrifamátt samstöðu almennings og þingmanna/ráðherra toppar ekkert.
Vantrauststillaga Bjarna Benediktsson var ekki lögð fram í þágu almennings þessa lands né virðingu alþingis, svo mikið er ég viss um. Rökræður og réttlát umræða um það sem er þjóðinni og heimssamfélaginu fyrir bestu gæti bætt virðingu alþingis þannig að það nýtist til þess sem því er ætlað! Minkur er og verður hættulegur og gerir ekkert gagn í hænsnakofa og bætir ekkert á því búi! Svona lítur þetta út fyrir mér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2011 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.