Menning og auðvald

Harpan er stórfenglegt hús, jafnvel svo að ég trúi naumast mínum eigin augum. En ég trúi því að Harpan eigi eftir að verða menningu og mannlífi í Reykjavík og á Íslandi mikil lyftistöng og færi okkur nær evrópskri menningu, eins og Hörður Áskelsson sagði við mig á dögunum. Sama sinnis var Eyjólfur Pálsson, EPAL, þegar ég hitti hann í Hörpunni í gær.

Pétur Blöndal alþingismaður vildi hins vegar láta byggja þarna fangelsi. Íhaldsmenn hafa lengi haft asklok fyrir himinn og eru fangar í hugsun auðvaldsins. Ekkert skiptir máli annað en það sem skilar arði til hluthafa. En upplifunin í Hörpunni í gær var stórkostleg með þúsund ung eyru að hlusta á tónlist Beethovens og Bolero eftir Ravel. Þarna voru margir nýir tónlistaráhugamenn sem eiga eftir að njóta menningar og lista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Hver var aðal  drifkrafturinn í smíði Borgarleikhúsins var það vinstri maður nei, var það ekki núverandi ritsjóri Morgunblaðsins

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 16.5.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Ólafur Als

Mikið er nú leiðinlegt að verða vitni að fordómum þínum hér, Tryggvi ... "asklok fyrir himinn" ... ekki eru vandaðar kveðjurnar þeim íhaldsöflum, sem um langan aldur hafa m.a. haldið uppi ítarlegri og vandaðri umfjöllun um menningu og listir, sbr. Morgunblaðið. Nefndur Pétur hefur reyndar verið þekktari fyrir róttækni en íhald - orðaval þitt minnir einna helst á áróðursskrif úr smiðju íslenskra sósíalista frá árum kalda stríðsins.

Harpan mun einungis þjóna hlutverki sínu ef hún mun ná til fjöldans. Ef ekki, mun þetta veglega hús þjóna fámennum hópi, sem sumir vilja líkja við elítu, og e.t.v. við hæfi að kalla slíka aðgerð evrópska. Í Evrópu er hefð fyrir því, víða, að láta ríkið (almenning) greiða fyrir áhugamál menningarelítunnar og annarra fyrirmenna. Það var við hæfi að á opnunarhátíðinni skyldu einstaklingar stíga fram og minna á kröpp kjör fjölmargra Íslendinga; landa okkar sem eru fúsir til vinnu en hafa vart til hnífs og skeiðar.

Ólafur Als, 17.5.2011 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband