Áhrif bernskunnar á líf okkar

Þessar vikurnar er ég að þýða bók eftir norskan félagsfræðing, dr Kari Killén. Bókin heitir "Barndommen varer i generasjoner" – sem mætti þýða: Áhrif bernskunnar á líf okkar – en bókin fjallar um forvarnir. Kari Killén segir, að náið samstarf við foreldra og börn hafi aukið skilning sinn á mikilsverðasta og mest krefjandi hlutverki í lífinu – foreldrahlutverkinu.

Ástæður þess að Kari Killén helgaði sig forvörnum voru alvarleg geðræn vandamál og sársaukinn, sem hún kynntist í starfi sínu og börn máttu lifa við, og hún segir: „Þessi áhrif urðu sífellt sterkari við margra ára starf, bæði á geðdeildum fyrir fullorðna, þar sem ég kynntist mörgum fullorðnum sjúklingum sem höfðu orðið fyrir sálrænum áföllum sem börn, og á barnageðdeildum þar sem ég komst að raun um að óleyst vandamál foreldranna höfðu flust yfir á börnin.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband