4.8.2011 | 19:06
Íslensk umræðuhefð
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar eftirtektarverðan pistil í MBL í dag, sem hún nefnir Mannorðsmorð dagsins og fjallar þar um íslenska þjóðfélagsumræðu, sem hún segir ekki líklega til að gleðja þann, sem með henni fylgist, því að alltof margir telji sig hafa leyfi til að segja hvað sem er um andstæðinga sína.
Þessi orð Kolbrúnar eru orð að sönnu. Ef til vill er ein helsta ástæðan fyrir vanda okkar Íslendinga, bæði í stjórnmálum og persónulegu lífi - og viðskiptum, að við getum ekki - kunnum ekki að tala saman eða skiptast á skoðunum án þess að nota tilfinningahlaðin orð og svívirða viðmælandann - andstæðinginn.
Athugasemdir
Ég held að hún ætti sjálf aðeins að lesa það sem hún hefur skrifað, til dæmis um Frjálslyndaflokkinn og forystu hans. Ef til vill heldur hún að fólk sé búið að gleyma þeim skítamálflutningi sem hún hélt uppi. Hún hefur hreinlega ekki efni á að tala á þessum nótum um annað fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2011 kl. 21:19
Einu sinni hélt ég mikið upp á Kolbrúnu,en í seinni tíð hef ég merkt breytingu hjá henni til hins verra. Hún er auðvitað enn þá með flúgandi stíl,en dómharkan meiri og er oftar ósanngjörn. Hún hefur ekki farið varhluta af kreppusóttinni.
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2011 kl. 23:39
Þakkir fyrir tilvísunina í pistilinn Mannorðsmorð dagsins sem mér fannst vera jákvætt framlag til umræðu um okkar umræðuhefð.
Í pistlinum er hinsvegar ekki minnst á það sem mér finnst einkenna okkar umræðuhefð einna mest en það er hvað okkur er gjarnt að blanda saman "mönnum og málefnum".
Sem dæmi mætti kannski nefna þær athugasemdir hér að ofan sem beina athyglinni að höfundi pistilsins frekar en þeim skoðunum (málefnum) sem pistilshöfundurinn lagði fram til almennrar umræðu eða umhugsunar.
Agla, 5.8.2011 kl. 10:23
Sammála þér, Agla. Þetta er eitt af því sem einkennir íslenska umræðuhefð: við ræðum um persónur - ekki um málefni eða skoðanir.
Tryggvi Gíslason, 5.8.2011 kl. 10:28
Þetta er alveg réttmæt athugasemt hjá þér Agla. Málið er bara með Kolbrúnu að hún misbauð mínum skoðunum algjörlega með þvílíku rótarkjaftæði sem hafði enga toð í raunveruleikanum. Að upp frá því var hún að mínu mati ómarktæk. Það er bara mín skoðun á þessari tilteknu konu. Það er nefnilega hægt að misbjóða sómakennd svo illa að maður upp frá því geti aldrei tekið undir skoðanir viðkomandi. Það eru nokkrar aðrar manneskjur sem því miður hafa fallið í þennan jarðveg, þegar sannleikurinn er fótumtroðin, einn þeirra er til dæmis Baldur Þórhallsson, og að hluta til Illugi Jökulsson. Hluta til segi ég því ég er oft svo sammála honum að það særði mig að sjá hann rakka niður manneskju sem átti ekkert af því sem hann bar upp. Orð bera ábyrgð, það gerir líka sannleikurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2011 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.