Enn verið að hengja bakara fyrir smið

Síðustu misseri hafa margir mánudagar verið svartir. Þetta er einn af þeim, þótt sól skíni í heiði hér syðra. Landsdómur var í morgun settur til að rétta yfir Geir H. Haarde. Vera kann að Geir hefði getað gert betur þótt hann væri allur af vilja gerður. En það réð enginn einn maður við þau ósköp sem yfir dundu - þessar hamfarir - og þar voru aðrir sekari.

Hér er um pólitísk réttarhöld að ræða, ekki á sama hátt og í Kína eða Rússlandi, en það er verið að gæta hagmuna myrkra afla í þjóðfélaginu, sefa réttmæta reiði almennings og breiða yfir mistök margra. Ef eitthvert vit væri í þessari vitleysu ættu allir, sem sátu á Alþingi í október 2008, að vera fyrir dómi. En það voru aðir sekir í þessu máli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þessi orð þin Tryggvi, tel þennann gjörning afar mikla skömm fyrir þau sem hönnuðu hann, eins og kemur framm hja þer þa attu margir sök.

Fyrirgefðu punkta og kommuvöntun, en er i tölvu sem er a japönsku, ensku og islensku og kann ekkert a þessa takka, svona er að vera stelast meðan barbabörnin eru eigi heima.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig sem málinu lyktar verður skömm þeirra er það hófu lengi uppi. Lykti því með sakfellingu má af því draga þá ályktun eina, að þeim sem í dómnum sitja sé ekki treystandi til að fara að lögum. Samhengið verður þá: Fyrst Geirfinnsmál, svo Geirsmál.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2011 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband