Stjórnmál og listir

Stundum hefur mér orðið það á að bera saman stjórnmál og listir, einkum stjórnmál og tónlist. Það er unun að horfa á agaða hljóðfæraleikara sem hvergi slá feilnótu undir voldugri stjórn hljómsveitarstjóra. Að baki býr verk tónskálds, agaðs snillings, þótt hljómar geti stundum orðið stríðir, en við hrífumst af og dáumst að.

Þessu er ólíkt farið um stjórnmál, „list hins mögulega”. Flestir leika falskt og fáir kunna á hljóðfærið. Margir góðir menn, karlar og konur, forðast stjórnmál og fyrirlíta. En stjórnmál eru nauðsynleg ekki síður en tónlist. Stjórnmál snúast ekki um aga en hagsmunabaráttu og baráttu fyrir því að tryggja jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hið síðara gleymist hins vegar æði oft.

Sven Auken, fyrrum formaður danskra sósíalista, sagði eitt sinn, að jafnaðarmanni liði ekki vel fyrr en öllum liði vel. Þetta er kristilegt viðhorf sem fleiri ættu að tileinka sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband