Opið bréf til fjáfrmálaráðherra

Kæri Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Sem fyrrum skólameistari þinn skora ég á þig að hætta við að leggja niður líknardeildina við Landskotsspítala. Sparnaður upp á 50 milljónir íslenskra króna réttlætir það ekki. Síðustu stundir okkar í þessu jarðlífi eru mörgum þungbærar. Mikilsvert er að létta fólki þessar stundir.

Allir hugsandi menn skilja hins vegar nauðsyn þess að draga úr útgjöldum hins opinbera. Það verður að gera með umhugsun og fyrirhyggju og má ekki rasa um ráð fram. Draga má úr útgjöldum án þess að skera niður - með því að endurskipuleggja og breyta.

Með því að endurskipuleggja utanríkisþjónustuna má til að mynda spara milljarða, með því að endurskipuleggja skólakerfi landsins má spara milljarðatugi og með því að einfalda skipan sveitarfélaga má spara enn milljarða á milljarða ofan – svo dæmi séu tekin.

En ekki líknardeild Landskots fyrir 50 skitnar milljónir. Flýttu þér hægt, Steingrímur – flas er ekki til fagnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt og svo sannarlega satt og rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband