Danshneykslið "Dans, dans, dans"

Ótrúlegt var að verða vitni að úrslitum í danskeppni Ríkissjónvarpsins í kvöld. Stúlkan, sem bar af öðrum og dansaði klassískan ballett eins og engill, komst ekki áfram, en óagaður samkvæmisdans og morgunleikfimi fjögurra mæðra komst áfram. Hér er einhver maðkur í mysunni, s.s. skipulögð símakosning vina og vandamanna. Hugmyndin með dagskrá RÚV var góð - en framkvæmdin er algert hneyksli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Gallinn við keppni af þessu tagi (Eurovision einnig) er að fólk kýs vini sína og ættingja í flestum tilfellum. Það kýs sjaldnast það sem því finnst best. Reikna má með að fjögurra manna hópur fái fjórum sinnum fleiri atkvæði en einstaklingur. Þetta er víst einn angi lýðræðisins. Stundum kemur þetta okkur illa, sbr. þegar Silvía Nótt var send sem fulltrúi þjóðarinnar í sönglagakeppnina, en oftast angrar þetta okkur aðeins um stundarsakir en gleymist svo eins og flest sem sagt er og gert í nafni lýðræðisins.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.11.2011 kl. 10:11

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Hárrétt, Benedikt. Þetta er dæmi um að vilja ná til lýðsins, gefa honum brauð og leiki - en á ekkert skylt við lýðræði í stjórnskipunarlegu samhengi.

Tryggvi Gíslason, 13.11.2011 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðmundur Paul

Ég verð að segja að ég er þér hjartanlega sammála.

Þar sem ég er mikill aðdáandi danssýninga og keppna varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þáttinn. Einnig finnst mér trúðslæti Gunnars skemma fyrir. Stúlkan sem dansaði ballettinn bar af öllum öðrum.

Guðmundur Paul, 13.11.2011 kl. 10:48

4 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Satt segir þú, Luktar-Gvendur, en kímnigáfa Íslendinga hefur lengi komið fram í fíflalátum og heimskuhlátri. Því meira sem menn hlægja, því fyndnari finnst þeim þeir vera.

Tryggvi Gíslason, 13.11.2011 kl. 10:53

5 Smámynd: Vendetta

Sammála. Fyrir utan símakosningar, sem eru ekkert lýðræðislegar, en sem hafa þær afleiðingar að það lélegasta vinnur keppnina, þá er rót vandans líka, að allt of margar leikfimisæfingar (sum nýtízku dansatriði, aerobics, hip-hop, breakdance o.fl.) eru ekki dansar í raun og veru en fá samt að taka þátt í danskeppni. Og þetta var líka vandamál þarna eins og Tryggvi bendir á. Það grefur undan því sem á ensku heitir integrity (ekki til neitt gott orð yfir það á íslenzku) og er óréttlátt gagnvart þeim þátttakendum sem hafa æft alvöru dans árum saman.

Þetta var líka vandamál, að mínu áliti, í þættinum So You Think You Can Dance?, en amk. voru þar ekki haldnar símakosningar um hverjir kæmust til Las Vegas, heldur panel af dómendum með vit á dansi. Og þar var yfirleitt dæmt stranglega, en sanngjarnt út frá gæðum dansins og hæfileikum dansaranna. En því miður fengu sumir aðilar  með ekkidans-atriði líka að taka þátt. 

Vendetta, 13.11.2011 kl. 12:37

6 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Bjóst við miklu þegar ég sá kynninguna og heyrði að Ragnhildur Steinunn, sú frábæra útvarps- og sjónvarpskona, stæði að baki þessu. Nú er sú von brostin. Þetta er - og verður klúður.

Tryggvi Gíslason, 13.11.2011 kl. 17:00

7 Smámynd: Billi bilaði

Nutuð þið dansanna minna út af úrslitunum?

Billi bilaði, 14.11.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband