16.11.2011 | 14:08
Myndin af Jónasi

Í dag er afmćlisdagur Jónasar Hallgrímssonar, fyrsta nútímaskálds Íslendinga, skáldsins sem fann fegurđ íslenskrar náttúru. Taliđ hefur veriđ, ađ engin mynd hefđi veriđ gerđ af honum í lifanda lífi. Mynd, sem oftast er notuđ, er koparstunga sem birtist međ Ljóđmćlum hans sem út komu í Kaupmannahöfn 1883. Koparstunga ţessi er gerđ eftir teikningu Sigurđar málara frá 1860, en Sigurđur málari gerđi teikningu sína eftir vangamynd sem Helgi Sigurđsson, ţá lćknastúdent í Kaupmannahöfn, síđar prestur á Melum í Melasveit, dró upp af Jónasi á líkbörunum á Friđriksspítala í Kaupmannahöfn í maí 1845. Leiđin frá vangamynd Helga frá árinu 1845 til teikningar Sigurđar málara frá árinu 1860 og koparstungunnar 1883 er ţví löng og ţess naumast ađ vćnta, ađ koparstungan líkist Jónasi, enda sögđu frćndur hans í Eyjafirđi koparstunguna lítiđ minna á Jónas og voru ţeir á móti myndinni.
Í Listasafni Íslands eru varđveittar ţrjár ađrar teikningar eftir séra Helga af Jónasi. Hefur veriđ taliđ ađ myndirnar hafi hann allar gert af Jónasi látnum. Ein myndanna sker sig mjög úr: hálfvangamynd af mjúkhćrđum manni, lítt skeggjuđum, dökkbrýndum, enniđ allmikiđ, réttnefjađur og heldur digurnefjađur, granstćđiđ vítt, vangarnir breiđir, kinnbeinin ekki eins há og tíđast er á Íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega ţykkvar, stóreygđur og móeygđur, svo notuđ séu orđ Konráđs Gíslasonar úr lýsingu hans í minningargrein um Jónas í Fjölni 1847.

Líkur benda til ađ ţessi mynd, hálfvangamyndin, sé gerđ af Jónasi í lifanda lífi og hafi Helgi Sigurđsson notađ teiknivél sem nefnd er camera lucida og er eins konar myndvarpi og minnir á myndvarpa sem notađir voru í skólum á árum áđur. Myndin er ólík hinum ţremur teikningum Helga á allan hátt:hlutföll eđlileg og persónueinkenni skýr. Eins og áđur er ađ vikiđ, kom Helgi Sigurđsson á Friđriksspítala viđ Breiđgötu í Kaupmannahöfn ţessa vordaga 1845, ţegar Jónas lá fyrir dauđanum, en Helgi var ţá viđ lćknanám og hafđi áđur numiđ teikningu í Listaskólanum, Det kongelige kunstakademi. Niđurstađan er ţví sú, ađ til er mynd af listaskáldinu góđa gerđ af honum í lifanda lífi.
Af ţeim sökum á ađ nota ţessa mynd sem myndina af Jónasi, en ekki flata koparstungu frá 1883 sem er ber engin persónueinkenni han. Hálfvangamyndin er eins konar ljósmynd af Jónasi - hún er myndin af Jónasi.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.