Hengja bakara fyrir smið

Sífellt er verið að hengja bakara fyrir smið til þess að fullnægja réttlæti, friðþægja, breiða yfir misgerðir – og til þess að blekkja. Málshöfðun fyrir Landsdómi yfir Geir H. Haarde er sögð til þess að fullnægja réttlæti. Í reynd er verið að breiða yfir misgerðir og blekkja.

Landsdómur er auk þess tímaskekkja. Það sýna upphafsákvæði laga um Landsdóm þar sem segir: „Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.” Með þessu er Alþingi að setja rétt yfir sjálfu sér auk þess sem Alþingi ber sjálft ábyrgð á ráðherrum.

Lítill meirihluti Alþingis samþykkti að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm vegna hirðuleysis og vanrækslu í starfi í aðdraganda hrunsins en felldi hins vegar með litlum atkvæðamun að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Sé Geir H. Haarde sekur eru fleiri sekir.

Í raun er íslenska þjóðin sek. Hrunið varð ekki hið ytra heldur hið innra og aðdragandinn á sér langa sögu og djúpar rætur. Til þess að bæta það sem aflaga hefur farið, þurfum við að horfast í augu við þetta og breyta afstöðu okkar – sjá ekki aðeins flísina í auga bróður okkar heldur bjálkann í okkar eigin auga. Fyrsta skrefið er að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde.

Greinin birtist í MBL 20 12 2011 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Tryggvi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.12.2011 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband