6.1.2012 | 09:36
Skömm Ríkisútvarpsins
Áramótaskaup Ríkisútvarpsins var eins og við var að búast grátt gaman, þar sem á einstaka stað var slegið á létta strengi, en einkum níðst á fólki og óþverrabrandarar hafðir í fyrirúmi. Hefur öllu skammotað aftur síðan Stefán Jónsson, Flosi og Jón Múli skemmtu með léttri gamansemi sinni.
Af öllu aumu í Áramótaskaupi Ríkisúvarpsins frá upphafi voru þessi orð þó verst: Við [Norðmenn] tökum þó ekki ábyrgð á innfæddum sinnissjúkum karlmönnum á miðjum aldri sem skjóta þig og/eða sprengja húsið þitt með áburðarsprengjum.
Nú veit ég, að Páll Magnússon útvarpsstjóri biðst ekki afsökunar á þessum orðum. Hann biðst ekki afsökunar á neinum afglöpun sínum né starfsmanna sinna. Hins vegar vil ég fyrir hans hönd og sem gamall starfsmaður Ríkisútvarpsins og fyrsti fréttamaður þess í Noregi biðja frændur okkar og vini Norðmenn afsökunar á þessum orðum. Þetta áttu þeir ekki skilið eftir mestu hörmungar sem yfir norsku þjóðina hafa dunið á friðartímum.
Hafi Ríkisútvarpið skömm fyrir.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.