22.1.2012 | 23:16
Styrmir Gunnarsson og ójöfnuðu okkar tíma
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri og blaðamaður MBL nær fjóra áratugi, segir í Sunnudags Mogganum 22. janúar 2012, að ójöfnuður sé mesti þjóðfélagsvandi okkar tíma. Þetta eru orð að sönnu. Hins vegar er ójöfnuður ekki nýtt fyrirbæri og því síður þjóðfélagsvandi "okkar tíma". Jafnaðarmenn hafa frá dögum sonar trésmiðsins í Nasaret barist gegn ójöfnuði.
En ég skil ekki, hvers vegna Styrmir Gunnarsson, glöggskyggn og mætur maður, kom ekki auga á ójöfnuðinn meðan hann þjónaði Reykjavíkuríhaldinu tvo mannsaldra. Reykjavíkuríhaldið hefur frá upphafi kynnt undir ójöfnuð í samfélaginu og gerir enn. Hins vegar verða forréttindi íhaldsins og eignastéttarinar hvar í flokki sem kann að finnast að láta undan síga fyrir jafnréttiskröfu sem, fer nú eins og logi um akur um allar álfur. Þá er hins vegar gott að eiga gamla afturbata íhaldsmenn eins og Styrmi Gunnarsson að.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.