9.2.2012 | 09:43
Bóklestur, málrćkt og mállýskur
Mikil áhersla hefur lengi veriđ lögđ á málvöndun og málrćkt á Íslandi. Ađ einhverju leyti má rekja ţađ til Fjölnismanna og ţá einkum til Jónasar Hallgrímssonar, en međ málvöndun og ljóđum sínum braut hann blađ í málvísi og ljóđagerđ, enda nefndur fyrsta nútímaskáld Íslendinga.
Málvöndun ásamt hvatningu um lestur góđra bóka hefur boriđ árangur og er undirstađa ađ íslenskri málrćkt, enda hefur sennilega aldrei veriđ talađ og ritađ betra mál af jafn mörgum á Íslandi og nú.
En ţótt málvöndun og márćkt sé öflug, nćr málrćktarstarf ekki til allra. Fariđ er ađ bera meira á misjöfnu máli fólks eftir menntun, stöđu og stétt. Er sennilegt, ađ ţessi mismunur eigi eftir ađ vaxa og stéttamállýskur ađ aukast svo og munur á máli ungs fólks annars vegar og máli fullorđinna hins vegar en mállýskur eftir landshlutum munu hverfa.
Ungt fólk notar enskar slettur og ensk tökuorđ meira en áđur. Ţetta er ekki óeđlilegt vegna sterkrar stöđu enskrar tungu í heiminum, bćđi sem alţjóđamáls eđa réttara sagt sem alţjóđamáliđ svo og vegna ţess ađ enska er mál afţreyingariđnađarins og mál tísku- og sýndarheimsins sem er grundvöllur ađ lífi, tómstundum og ánćgju margs ungs fólks.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.