Forseti - sameiningartákn eða stjórnmálamaður?

Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn "en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum". Síðan segir orðrétt í ræðunni:

"Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum, sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu.

Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs. ...

Ég færi ykkur, kæru landsmenn, einlægar þakkir fyrir traustið sem þið hafið lengi sýnt mér, Dorrit og Guðrúnu Katrínu; óska hverjum og einum, ykkur öllum farsældar í framtíðinni."

Ekkert fer hér milli mála. Engu að síður hefur hópur manna skorað á Ólaf Ragnar að sitja enn eitt kjörtímabilið. Fremstur fer Guðni Ágústsson, gamall flokksbróðir, til að tryggja hagsmuni Íslands í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu auk þess sem hópurinn telur engan núlifandi Íslending geta gegnt embætti forseta Íslands annan en Ólaf Ragnar.

Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi einhvers afmarkaðs hóps manna eða samtaka. Hlutverk forseta Íslands er að vera sameiningartákn þjóðarinnar, koma fram fyrir hönd hennar allrar án flokkadrátta. Það gerðu forsetar landsins á undan Ólafi Ragnari. Hlutverk misviturra stjórnmálamanna er að berjast fyrir hagsmunum einstakra hópa og tryggja pólitísk völd.

Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að vera vitur maður og menntaður, víðsýnn og umburðarlyndur – og hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – ekki að stuðla að sundrungu þjóðarinnar. Ef skoðun Guðna Ágústssonar og félaga hans reynist rétt, að einungis einn Íslendingur geti gegnt embætti forseta, er best að ganga aftur Noregskonungi á hönd með Nýja sáttmála - og sjá hvað setur næstu 600 sumur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mér finnst það rakin dónaskapur, þetta haltu mér slepptu mér blaður sem Ólafur við hefur. 

Þeir sem nú hamast við undirskrifta söfnun gegn öllum þeim sem áhuga hefðu á framboði, halda þessu máli í gíslingu til handa Ólafi.


 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2012 kl. 17:33

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Sammála, Hrólfur!

Tryggvi Gíslason, 14.2.2012 kl. 17:44

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

S.kv BNA-stjórnvöldum er Ísland skip... Allavega fengu sjóliðar NAVY skráða veru sína hér sem skipsviðveru... Meðan var og hét herstöð hér á landi...

-

Þannig vil ég líta á forsetaembættið... Þ.e að hann sé einsog nokkurskonar lýðfylginn skipstjóri sem tekur því rólega og leyfir okkur skipsverjum að gera okkar "stöff" meðan vel gengur... En þegar á móti gefur og illa árar þá hefur hann þetta allsherjar vald, og algjört, til að sigla þjóðarskútunni í örugga höfn... Einsog alvöru skipstjóri...!

Þegar svo í höfn er komið skal hann svo svara til saka fyrir þær gjörðir sem þjóðin telur sig hafa þurft að líða fyrir... Og ég er ekki að tala um kosningar...!

Í Aþenu forn-Grikkja, og svo í lýðveldi Rómar, voru skipaðir einræðisherrar sem höfðu algjört vald meðan einhver ógn snéri að lýðveldinu... Voru þeir svo dæmdir, í orðsins fyllstu, fyrir athafnir sínar eftir að hættan var liðin hjá... Voru þeir þá oft dæmdir í útleigð svo og svo lengi ef illa gékk, jafnvel drepnir, en lofsamaðir ríkulega ef þeir þóttu standa sig vel...

Þetta finnst mér vera raunverulegt hlutverk forseta í okkar þjóðfélagi og á þá að vera gerður dómur yfir hverjum og einum forseta við lok hvers kjörtímabils hvort sem þess þarf eða ekki...

Sammála...?

-

Kv. Sævar Óli Helgason

Sævar Óli Helgason, 14.2.2012 kl. 20:02

4 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Það fer dálítið eftir því hvað þú ert skemmtilegur sjálfur, Gunnar Rúnar. Hins vegar eru Norðmenn meiri "vinir" okkar, skyldari okkur og skilja okkur betur og eru líkari okkur en Danir, þótt Margrét Þórhildur sé einstakur þjóðhöfðingi - enda ástsælasti þjóðhöfðingi heims um þessar mundir.

Tryggvi Gíslason, 15.2.2012 kl. 12:06

5 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Enda veitir ekki af að reyna að siða óþekktarangann - og "vinur er sá er til vamms segir"!

Tryggvi Gíslason, 15.2.2012 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband