Þóru Arnórsdóttur fyrir forseta

Flestir eru sammála um að meginhlutverk forseta Íslands sé koma fram fyrir hönd þjóðarinnar allrar án undirmála og flokkadrátta og að vera sameiningartákn. Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi afmarkaðs hóps eða sérstakra samtaka eða viðhorfa. Slíkt er hlutskipti stjórnmálamanna – að takast á um hagsmuni og völd í samfélaginu.

Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – vinna að samhug fólks og samheldni og berjast gegn sundrungu, fjölmenntaður, vitur og hógvær, víðsýnn og umburðarlyndur.

Þóra Arnórsdóttir hefur allt til brunns að bera til þess að gegna starfi forseta: hún er vel menntuð, vel máli farin, laus við pólitíska flokkadrætti, hún er ung – og ekki síst er hún móðir.

Konur hafa ávallt gegnt mikilsverðu hlutverki í íslensku þjóðfélagi, þær hafa um aldir annast uppeldi, uppfræðslu og menntun á heimilunum, þær sáu um velferð hjúa sinna og þær réðu öllu innan stokks, eins og sagt var um mikilhæfar konur á fyrri tíð. Nú hafa konur haslað sér völl utan heimilis í samræmi við aukna menntun sína og nýjan tíðaranda, en þær gegna áfram hinu mikilsverða hlutverki móður og húsfreyju.

Það boðar nýja tíma að fá á Bessastaði konu sem er ung móðir, víðsýn og vel menntuð. Með því yrðu ný gildi ráðandi, mjúk gildi: mannúð, umburðarlyndi, tillitsemi, sátt og eindrægni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er alllangt síðan að ég kom auga á þann möguleika að Þóra gæti boðið sig fram og hef minnst á það við hana á förnum vegi. Ástæðan er sú að hún er einhver hæfileikaríkasti og færasti fjölmiðlamaður sem ég hef kynnst á löngum ferli.

Í Silfri Egils um daginn sagðist ég vera þess fullviss að einhvers staðar þarna úti leyndist hæfileikaríkur einstaklingur, hugsanlega ung kona, sem gæti komið til greina.

Ég nefndi tvo eiginleika auk hæfileika, hugrekki og auðmýkt, og hafði þá í huga að þjóðin gæti treyst forseta sínum til að taka vandasamar ákvarðanir á erfiðum stundum án þess að láta stundarhagsmuni sína ráða.

Mér ofarlega í huga að við slíkar ákvarðanir getur þurft að hafa í huga hagsmuni og réttindi óborinna kynslóða. Ólafur Ragnar hafði það ekki í huga þegar hann hafnaði óskum um að nota málskotsréttinn varðandi Kárahnjúkavirkjun.

Vigdís lýsti því síðar að hún hefði í svipaðri stöðu að öllum líkindum notað réttinn.

Fyrir mig persónulega mun ráða miklu hvernig forsetaframbjóðendur nú eru líklegir til að taka á svona málum og upplýsingar um það skortir varðandi konurnar þrjár, sem koma næst á eftir Ólafi núna í nýjustu skoðanakönnuninn.

Ljóst er að sá forseti, sem kjörinn verður í sumar, verður eini aðilinn í þjóðfélaginu sem getur notað málskotsrétt í samræmi við núgildandi stjórnarskráí að minnsta kosti í rúmt ár sem hún verður í gildi, og því verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að minnsta kosti svo lengi.

Ef frumvarp stjórnlagaráðs nær fram að ganga opnast aðrir möguleikar til málskots og frumkvæðis þjóðarinnar eða jafnvel þriðjungs þingmanna, og þar með ættu ástæður forseta til að grípa inn í feril löggjafar að minnka.

Ég tel mikilvægt að nýr lmótframbjóðandi verið einn svo að valið sé skýrt: Annað hvort Ólafur Ragnar eða heppilegan mótframbjóðanda.  

Ómar Ragnarsson, 25.3.2012 kl. 19:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og þú telur Þóru óhlutdræga? Hún er heittrúuð Samfylkingarmanneskja og dóttir Arnórs Hannibalssonar, með djúpar rætur í hreyfingu jafnaðarmanna.

Ég get lofað þér því að hún er ekki af eigin frumkvæði í framboði.Samfylkinguna vantar sína flugumanneskju á Bessastaði til að koma í veg fyrir frekari þjóðaratkvæði um framtíð landsins.  Nú á að keyra í gegn nýja stjórnarskrá sem er yfirvarp til þess að losna við ákvæði um fullveldi og heimila framsal þess. Um það snýst sirkusinn allur.

Svo verður jú að koma í veg fyrir að við fáum nokkuð að segja um inngöngu í ESB, en hún er einmitt stæk trúmanneskja í því költi.

Hlutlaus? Traustvekjandi? You decide.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2012 kl. 01:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú segir nefnilega: "Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi afmarkaðs hóps eða sérstakra samtaka eða viðhorfa.

Það er Þóra einmitt, svo ég botna ekki í röksemdafærslu þinni ef einhver er.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2012 kl. 01:44

4 Smámynd: Agla

Af lestri þinnar ágætu færslu sýnist mér þú telja að frambjóðandi í forsetakosningunum þurfi að hafa eftirfarandi  persónulega eiginleika: 

Mannúð, umburðarlyndi, tillitssemi, sáttarvilja,  eindrægni, visku, hógværð, víðsýni og umburðarlyndi.   Auk þessara eiginleika þarf viðkomandi að vera vel menntaður (fjölmenntaður), vel máli farinn, vilja efla samhug fólks og samheldni og berjast gegn sundrungu. Æskilegt  að viðkomandi sé kvenkyns, ung og/eða móðir.

Þetta er akkúrat sami listinn og ég hefði sett upp í sambandi við biskupskosningarnar, nema hvað ég hefði tekið starfsreynslu með í dæmið.

Er forsetaembættið í sumra hugum kannski hálfgert veraldlegt biskupsembætti?

Agla, 26.3.2012 kl. 10:58

5 Smámynd: Birna Jensdóttir

Var Þóra ekki einhverntíman í framboði fyrir Samf???

Birna Jensdóttir, 26.3.2012 kl. 13:40

6 identicon

Heill og sæll Tryggvi; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Nei; þakka þér fyrir.

Við vitum; hvar við höfum Ólaf Ragnar Grímsson, þrátt fyrir hans fyrri annmarka, og skyldum því halda okkur við hann, um hríð.

Tek fram; að aldrei hefi ég Forseta kosið - og mun ei, úr þessu; hvar, ég tók þá afstöðu 19 ára gamall (1977), að fremur skyldi Landshöfðingi - eða þá, Ríkisstjóri, sitja að Bessastöðum (eða í Nípunni jafnvel); 3/4 ódýrari að uppihaldi, en Forseti, Tryggvi.

Þetta set ég fram; í ljósi framkomu alþingis seta, gagnvart samlöndum okkar, í Icesave´s málinu, til dæmis. Þar; stóð Ólafur keikur, sína vakt; okkur, til handa. 

Það var - og er; mín meining, öldungis.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 14:00

7 Smámynd: K.H.S.

Hún er samfóa og kemur ágætlega út í imbakassanum.

Atkvæðasmölun er komin í gang og rekur hana ein úr sömu átt.

Fjölmiðla elítan og Samfylkingin í öllum skotum.

Þóra er lítt þekkt stærð að öðru leiti,nema hvað hún er bróðurdóttir Jóns Baldvins ef það mælist enn til einhvers gagns.

Hún er semsagt ágætt deig að hnoða eitthvað úr.

En er þetta pottþétt uppskrift ? Nei ekki núna.

Hennar framboð verður til þess að Sjálfstæðisfólk merkir flest við Ólaf Ragnar, Icesave bjargvættinn á örlagastund.

Elín hættir að öllum líkinduml við, sem tryggir það.

Annars ruglar það alla spámennsku að klína þessu kolólöglega

stjórnlagaþingsráðsrugli utan í forsetakjörið. þeir sem ætluðu að hunsa það ólögmæta rugl alltsaman eru neyddir til að mæta ætli þeir sömu að taka þátt í forsetakjörinu.

K.H.S., 26.3.2012 kl. 15:28

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef af verður framboði Þóru Arnórsdóttur fara margir að spyrja sig þess hvort ESB sé farið að blanda sér í forsetakosningar á Íslandi.

Það má öllum ljóst vera að kona sem er komin langt á leið með að bera sjötta barnið inn í fjölskylduna mun ekki kosta til 100 milljónum í forsetaframboð. Og þá munu margir spyrja þeirrar eðlilegu spurningar: Frá hverjum koma fjármunir í þetta framboð?

Árni Gunnarsson, 26.3.2012 kl. 17:21

9 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þóra Arnórsdóttir hefur aldrei verið í framboði fyrir Samfylkinguna. Ég veit ekki til þess að hún sé skráð eða hafi nokkurn tímann verið skráð í þann flokk, en hún getur eflaust svarað því sjálf.

Ég starfaði fyrir forsetaframbjóðanda í kosningunum 1996 og almennt er fólk ekki að fara í slíkt framboð fyrir eigin peninga. Heldur eru þeir studdir af stuðningsmönnum og fjársöfnunum. Það átti líka við um núverandi forseta.

Svala Jónsdóttir, 27.3.2012 kl. 09:23

10 Smámynd: Agla

Eru einhverjar reglur í gildi  um fjármögnun forsetaframboðs?

Þarf frambjóðandi að halda bókhald um hvað kom hvaðan og hvernig  aurunum var eytt? Hverjir  myndu hafa aðgang að því bókhaldi?

Eru takmörk á hve miklu megi kosta til framboðsins?

Er eitthvað því til fyrirstöðu að  framlögum í kosningasjóði frambjóðenda sé lokað einhverjum dögum fyrir kosningar og að kjósendum sé gert fært að gera sér grein fyrir því hvaðan fjármögnunin kom og hverju hún nam?

--------------------

'Eg er einfaldlega að leita upplýsinga við spurningum sem ég fór að velta fyrir mér í sambandi við  "forsetaframbjóðenda könnunina", sem hlýtur að hafa kostað sitt.

Agla, 27.3.2012 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband