Einelti drepur

Einelti – hvort sem er í skólum, á vinnustöðum eða annars staðar í þjóðfélaginu veldur ómældum skaða og skilur eftir sig djúp spor – og drepur. Þótt aðkallandi verkefni bíði, bæði á sviði jafnréttis, atvinnumála, efnahagslífs, heilsugæslu og menntunar er þetta verkefni sem þolir enga bið. Auk þess er unnt að ná árangi á skömmum tíma með litlum tilkostnaði.

Fyrst ber að beina athyglinni að einelti í skólum. Það verkefni þolir enga bið. Þegar skólar hefjast í haust ber menntamálaráðuneyti og sveitarfélögum að hafa mótað einfaldar starfsreglur sem öllum skólum ber að fara eftir. Reglurnar eru raunar til og viljinn víðast hvar fyrir hendi – en það þarf að taka höndum saman, sýna viljann í verki. Ekki síst þarf að gera nemendur sjálfa virka í forvarnarstarfinu. Slíkt hefur sýnt sig að bera bestan árangur.

Að loknu næsta skólaári ber skólastjórum að senda menntamálaráðuneytinu örstutta skýrslu þar sem fulltrúar kennara og nemenda eru hafðir með í ráðum og undirrita skýrsluna. Ef einelti hefur ekki verið upprætt á þremur árum í skóla, skal skólastjórinn víkja úr starfi. Þetta umbótastarf þolir enga bið. Fjölmargar rannsóknir liggja fyrir um orsakir eineltis, enda liggja ástæðurnar fyrir.

Meginástæðan er vanlíðan gerandans og vanmáttug heimili. Næst á eftir vanlíðan gerandans er meginástæðan ofbeldi í umhverfi okkar sem kemur fram í styrjaldarrekstri og kúgun auk þess sem ofbeldisleikir og ofbeldismyndir vega þungt. Við það verður erfiðara að ráða. En gerendunum ofbeldis og vanmáttugum heimilum ber að hjálpa og sýna þeim skilning. Burt með einelti í skólum.

MBL 04.05.2012 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband