Stjórnmálaflokkurinnn ORG

Ólafur Ragnar Grímsson hefur í aðdraganda forsetakosninganna komið fram sem stjórnmálaflokkur eins manns. Í krafti embættis forseta Íslands ætlar hann að leiða villuráfandi sauði fram hjá ógnum sem bíða þjóðarinnar – “tryggja að hlutirnir fari ekki hér úr skorðum”, eins og hann sagði í viðtali við Sigurjón Egilsson á Bylgjunni, þar sem hann talaði um sjálfan sig í fleirtölu eins og einvaldskonungar fyrri tíðar gerðu: “Vi alene vide.”

Forseti Íslands

• er sameiningartákn – ekki stjórnmálaflokkur,

• kemur fram fyrir hönd Íslendinga undir merki menningar og mannúðar,

• er hógvær fulltrúi nýrrar hugsunar og nýrra tíma,

• er hafinn yfir flokkadrætti og væringar án undirmála,

• tengist ekki pólitískum flokkadráttum fyrri tíðar,

• stuðlar að sátt allra af hógværð, vitur og íhugull,

• lítur inn á við, gagnrýninn á sjálfan sig og þjóð sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hann virðist endanlega genginn af göflunum. Stjórnmálamenn eiga að taka höndum saman og að stöðva þetta. Það geta þeir gert með kjarnyrtri yfirlýsingu.

Eiður Svanberg Guðnason, 15.5.2012 kl. 15:08

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jóhanna og Steingrímur stefna að því markvist að losa okkur við eignir okkar Hr. Eiður, óaftur kræft.  Það er ekkert slíkt sem Ólafur stefnir að.  Það er alveg sama hvað er sagt, þau hlusta ekki á vinnuveitanda sinn, hvað þá aðra. Það gerir þó Ólafur.     

Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2012 kl. 21:32

3 Smámynd: Benedikta E

Spaklega mælt - Hrólfur Þ. Hraundal.

Benedikta E, 15.5.2012 kl. 23:33

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrólfur Þ. Hraundal er með staðreyndirnar á hreinu. Betur að fleiri væru jafn skýrir í höfðinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2012 kl. 01:00

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eiður S Guðnason er hér genginn af göflunum sem oftar sem andþjóðlegur sósíaldemókrati, sem þjóðin ætti að taka höndum saman að stöðva og útrýma!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2012 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband