Það hef ég aldrei sagt, Sigurjón!

Erhard Jakobsen [1917-202] var mesti refur í dönskum stjórnmálum seinni hluta síðustu aldar - ólíkindatól - og vakti athygli í ungliðahreyfingu sósíaldemókrata, mælskur og metnaðargjarn, og sat á þingi fyrir þann flokk, en stofnaði síðan Centrum Demokraterne 1973 sat á þingi fyrir þá til 1996.

Erhard Jakobsen var svo mælskur að hann vissi ekki alltaf hvað hann hafði sagt og lét hafa ýmislegt eftir sér og skipti oft um skoðun. Eftirfarandi setning var eignað honum: "Det har jeg aldrig sagt - og hvis ikke jeg har sagt det før, er jeg villig til at gentage det ... “

Hegðan Erhards Jakobsens minnir á hegðan stjórnmálamanns sem sagði: “… jafnframt set ég fram þann fyrirvara skýrt í yfirlýsingunni, að þegar óvissunni verður eytt, vonandi fljótlega á næstu misserum, innan örfárra ára, að þá muni þjóðin sýna því skilning, ef ég tel það rétt ... að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið, og forsetakosningar fari þá fram fyrr en ella.”

Þegar Sigurjón Egilsson sagði við stjórnmálamanninn í viðtali á Sprengisandi: “Þú sagðir það sjálfur,” svaraði stjórnmálamaðurinn: “Ég hef aldrei sagt það, Sigurjón” – eða með orðum Erhards Jakobsens: “Det har jeg aldrig sagt - og hvis ikke jeg har sagt det før, er jeg villig til at gentage det ... “


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband